Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 89
TMM 2012 · 1 89
Sigurjón Baldur Hafsteinsson
Hughrif um
varanleika
Hjörleifur Stefánsson arkitekt skrifar
stuttan pistil í TMM 3/2011, sem svar
við grein minni frá heftinu þar áður. Í
greininni benti ég honum á fjölmargar
rangfærslur og misskilning um mál-
flutning minn sem hann hafði uppi í
TMM 1/2011. Um rangfærslur og mis-
skilning sinn hefur hann engu við að
bæta. Í svari sínu gerir hann að umtals-
efni ljósmynd af manni við forvörsluað-
gerðir á verkefni sem Hjörleifur var í
forsvari fyrir og ég birti með svargrein
minni. Textinn með myndinni fjallar
um þversögn sem birtist í málflutningi
Hjörleifs um torf sem menningararf-
leifð. En þversögnin snýst um að á sama
tíma og því er haldið fram að handverk-
ið sé hluti varðveislu torfbæjararfs, þá
eru þeir hinir sömu tilbúnir til þess að
beita öðrum brögðum og umbreyta torf-
rústum í annað en þær voru og eru við
fornleifafundinn.
Gildi torfsins
Í grein í Ísafold frá 1878 er húsakostur
Íslendinga gerður að umtalsefni og held-
ur höfundur því fram að einn af
„þjóðar löstum“ Íslendinga sé „skaðleg
vanafesta“ og „heimskuleg fastheldni“
við fornar venjur. Og það á ekki síst við
á sviði húsbygginga. Höfundur heldur
því fram að grjótið sé nægt í landinu til
þess að byggja steinhús og telur að vilji
sé allt sem þarf. Þórður Guðmundsson,
hreppstjóri á Hálsi, skrifar grein 1891
um samanburð á torbæjum og timbur-
húsum en hann heldur því fram að torf-
byggingar og torfskurður séu „hin
versta plága“ sem skáki jafnvel frum-
kröftunum eldi og ís! Vikublaðið Bjarki
birti áhugaverða grein árið 1899 eftir
Guðmund Hannesson lækni, en Guð-
mundur skrifaði mikið á þessum tíma
um tengsl heilsufars og húsnæðis. Í
Bjarka gerir Guðmundur því skóna að
lélegt heilsufar þjóðarinnar sé því að
kenna að fólk „veltist innan um moldar-
grenin og timburhjallana“. Guðmundur
dregur upp dökka mynd af lífinu í torf-
bæjum, en hann segir að þar séu:
Hóstandi náfölar tæringar-beinagrindur,
hálsdigur kirtlaveik börn með enda-
lausum útbrotum og augnsjúkdómum,
börn með bakið kengbogið af tæring í
hryggnum […] Þá bætast við andvana
fædd börn í heilum hópum, börn sem
fæðast með einn arf og hann armlegan
– kynsjúkdóm; fullorðnir menn með
máttlausa báða fætur. (Guðmundur
Hannesson 1899, bls. 1)
Þetta er framtíðin í heilsufari, segir hann,
verði ekkert að gert í húsnæðismálum
þjóðarinnar. Guðmundi þykir sem sagt
ekki mikið til húsakynna Íslendinga
koma. Greinin gaf tóninn fyrir áratuga
langt starf Guðmundar við að skrifa um
húsakost Íslendinga. Í nýlegri bók Sig-
urðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings,
Wasteland with Words (2010), er þeim
hugmyndum haldið á lofti að torfbæir
hafi verið „sorglega ófullnægjandi“
(2010:48). Þrátt fyrir að hafa verið einn
helsti húsakostur landsmanna fram á
tuttugustu öldina virðist sem að nei-
kvæða myndin af torfbæjum hafi byrgt
mönnum sýn á byggingarsögulegt gildi
Á d r e p u r