Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 97
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 97 ónanna. Yfirgripsmikil reynsla kórsins, þessarar samsettu vitundar sem höfund- ur kallar „okkur“ og lætur miðla sög- unni, gerir honum kleift að greina ótal tilfinningar sem bærast í litrófi mann- legrar reynslu af nákvæmni og næmi. Sú greining er nútímaleg og færir lesandan- um heim sanninn um að mannlegt eðli breytist ekki. Samkennd, tilfinningar, væntingar og langanir, draumar og þrár þjappa mannfólkinu saman þvert á tíma og rúm fyrir tilstilli þessarar aðferðar. Lesendur lifa í stráknum og strákurinn lifir í lesandanum – rétt eins og við öll búum í þeirri rödd sem segir söguna, rennum saman við þennan alvitra kór allra tíma. * Öll þrjú bindi þessa mikla verks Jóns Kalmans búa yfir ákaflega myndrænni sýn. Textinn er fleygaður sterkum myndum, ekki síst af náttúrunni og fyr- irbrigðum hennar. Hafið, himinninn, fjöllin og veðrið leika stórt hlutverk í frásögninni og höfundur beitir ýmsum brögðum til að koma samhengi þessara fyrirbrigða og náttúruaflanna við líf sögupersóna til skila. Þegar komið er inn í annað bindið örlar á tilfinningu fyrir því að myndmál þessu tengt sé farið að endurtaka sig; brot og hugleið- ingar um fjöll, hafdjúpin, fiska, tengsl náttúrunnar við draumana og svefninn, himnaríki og helvíti taka að hljóma kunnuglega. Þegar litið er yfir heildina virka þessar endurtekningar þó sem vís- anir fram og til baka í textanum, til- brigði við atvik og stef sem þegar allt kemur til alls líkja eftir hljómi lífsins – hringrásinni og sífelldri endurtekning- unni í sögulegri framvindu og persónu- legu lífi. Frávikin eru jafnframt nægi- lega mikil í úrvinnslu þessara vísana til að lesandinn öðlist einnig tilfinningu fyrir þeim hendingum er greina líf og örlög að, skapa hverjum og einum sér- stöðu og möguleika. Það þarf nokkuð áræði til að gefa þessum endurtekningum í textanum jafn mikið svigrúm og Jón Kalman gerir í þessum þremur bókum – og hann dansar stundum nálægt hættumörkum þess að gera verk sitt óþarflega lang- dregið, ekki síst í miðbókinni Harmi englanna, en honum tekst að halda sig réttum megin við línuna. Umfram allt er þetta stílbragð fyrst og fremst til þess fallið að glæða skáldverkið einkennilegri mýkt; ljóðrænum eiginleikum sem verða einkar eftirminnilegir og sterkir sem mótvægi við þau harðindi sem sögu- persónurnar þurfa að kljást við. Þegar ljósið nær tilgangi sínum Þótt fyrsta bindi þessarar trílógíu, Himnaríki og helvíti, segi eins og áður var getið sögu sjávarútvegs á Íslandi í tíð bátaútgerðar er það einungis umgjörð um annað meginþema: vináttuna. Sagan hverfist um samband tveggja manna, stráksins og Bárðar. Strákurinn er mun- aðarlaus, pabbi hans drukknaði í sjóferð, mamma hans og systir dóu skömmu síðar. Sambandið við Bárð er honum því allt, hann á engan annan að. Í verbúðar- lífinu ganga þeir samsíða; „sem er lang- best, því spor sem liggja saman vitna um samkennd og þá er lífið ekki eins einmanalegt“ (H&H bls. 12).2 Í fyrsta kafla bókarinnar þar sem þeir ganga úr Plássinu og yfir í verið, kemur í ljós að háskinn er þó aldrei fjarri þeim, náttúr- an og hennar öfl ógna stöðugt lífi mannanna norður við Dumbshaf: „Sjór- inn er kuldablár og aldrei kyrr, risa- skepna sem dregur andann, umber okkur oftast, en stundum ekki og þá drukknum við; saga mannsins er ekki ýkja flókin“ (H&H bls. 13). Fjallið sem þeir fara um er líka hættulegt; „kaðall- inn slitnaði ekki, fjallið drap þá ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.