Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 97
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 1 97
ónanna. Yfirgripsmikil reynsla kórsins,
þessarar samsettu vitundar sem höfund-
ur kallar „okkur“ og lætur miðla sög-
unni, gerir honum kleift að greina ótal
tilfinningar sem bærast í litrófi mann-
legrar reynslu af nákvæmni og næmi. Sú
greining er nútímaleg og færir lesandan-
um heim sanninn um að mannlegt eðli
breytist ekki. Samkennd, tilfinningar,
væntingar og langanir, draumar og þrár
þjappa mannfólkinu saman þvert á tíma
og rúm fyrir tilstilli þessarar aðferðar.
Lesendur lifa í stráknum og strákurinn
lifir í lesandanum – rétt eins og við öll
búum í þeirri rödd sem segir söguna,
rennum saman við þennan alvitra kór
allra tíma.
*
Öll þrjú bindi þessa mikla verks Jóns
Kalmans búa yfir ákaflega myndrænni
sýn. Textinn er fleygaður sterkum
myndum, ekki síst af náttúrunni og fyr-
irbrigðum hennar. Hafið, himinninn,
fjöllin og veðrið leika stórt hlutverk í
frásögninni og höfundur beitir ýmsum
brögðum til að koma samhengi þessara
fyrirbrigða og náttúruaflanna við líf
sögupersóna til skila. Þegar komið er
inn í annað bindið örlar á tilfinningu
fyrir því að myndmál þessu tengt sé
farið að endurtaka sig; brot og hugleið-
ingar um fjöll, hafdjúpin, fiska, tengsl
náttúrunnar við draumana og svefninn,
himnaríki og helvíti taka að hljóma
kunnuglega. Þegar litið er yfir heildina
virka þessar endurtekningar þó sem vís-
anir fram og til baka í textanum, til-
brigði við atvik og stef sem þegar allt
kemur til alls líkja eftir hljómi lífsins –
hringrásinni og sífelldri endurtekning-
unni í sögulegri framvindu og persónu-
legu lífi. Frávikin eru jafnframt nægi-
lega mikil í úrvinnslu þessara vísana til
að lesandinn öðlist einnig tilfinningu
fyrir þeim hendingum er greina líf og
örlög að, skapa hverjum og einum sér-
stöðu og möguleika.
Það þarf nokkuð áræði til að gefa
þessum endurtekningum í textanum
jafn mikið svigrúm og Jón Kalman gerir
í þessum þremur bókum – og hann
dansar stundum nálægt hættumörkum
þess að gera verk sitt óþarflega lang-
dregið, ekki síst í miðbókinni Harmi
englanna, en honum tekst að halda sig
réttum megin við línuna. Umfram allt
er þetta stílbragð fyrst og fremst til þess
fallið að glæða skáldverkið einkennilegri
mýkt; ljóðrænum eiginleikum sem verða
einkar eftirminnilegir og sterkir sem
mótvægi við þau harðindi sem sögu-
persónurnar þurfa að kljást við.
Þegar ljósið nær tilgangi sínum
Þótt fyrsta bindi þessarar trílógíu,
Himnaríki og helvíti, segi eins og áður
var getið sögu sjávarútvegs á Íslandi í tíð
bátaútgerðar er það einungis umgjörð
um annað meginþema: vináttuna. Sagan
hverfist um samband tveggja manna,
stráksins og Bárðar. Strákurinn er mun-
aðarlaus, pabbi hans drukknaði í sjóferð,
mamma hans og systir dóu skömmu
síðar. Sambandið við Bárð er honum því
allt, hann á engan annan að. Í verbúðar-
lífinu ganga þeir samsíða; „sem er lang-
best, því spor sem liggja saman vitna
um samkennd og þá er lífið ekki eins
einmanalegt“ (H&H bls. 12).2 Í fyrsta
kafla bókarinnar þar sem þeir ganga úr
Plássinu og yfir í verið, kemur í ljós að
háskinn er þó aldrei fjarri þeim, náttúr-
an og hennar öfl ógna stöðugt lífi
mannanna norður við Dumbshaf: „Sjór-
inn er kuldablár og aldrei kyrr, risa-
skepna sem dregur andann, umber
okkur oftast, en stundum ekki og þá
drukknum við; saga mannsins er ekki
ýkja flókin“ (H&H bls. 13). Fjallið sem
þeir fara um er líka hættulegt; „kaðall-
inn slitnaði ekki, fjallið drap þá ekki