Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 110
D ó m a r u m b æ k u r 110 TMM 2012 · 1 erlendum myndlistarritum, t.a.m. yfir- litsriti þeirra Rosalind Krauss, Hal For- sters og Yves-Alain Bois, er texta- og ljósmyndaefni af því tagi iðulega notað til að auka á dýpt og aðdráttarafl þeirrar sögu sem verið er að segja. Loks valdi ritstjóri meðhöfunda sína úr hópi list- fræðinga og áhugamanna sem margir höfðu takmarkaða reynslu af alvöru rannsóknum og miðlun á íslenskri myndlist og úthlutaði þeim tímabilum til umfjöllunar eftir eigin höfði. Er því viðbúið að einhverjir þeirra hafi þurft að verða sér úti um sérþekkingu í skyndingu. Loks fengu höfundar ein- ungis tvö og hálft ár til að skila af sér verkefnum (bókin tafðist síðan af prent- tæknilegum ástæðum). Við þetta má bæta að Listasafn Íslands ákvað að fórna Safni Ásgríms Jónssonar fyrir málstað- inn, en því var lokað ótímabundið svo ritstjóri gæti haft þar aðstöðu meðan hann erfiðaði í þágu sögu sinnar og hefur það ekki verið opnað að nýju. Þetta verklag er býsna frábrugðið þeim vinnubrögðum sem tíðkast hafa við gerð sambærilegra yfirlitsrita, bæði hér á landi og úti í heimi, nægir að nefna Sögu Íslands, Kristnisöguna og Íslenska bókmenntasögu. Fjarvistarsannanir Listasagan nýja er í fimm bindum, alls um 1400 síður, og spannar tímabilið frá því um miðja 19. öld og til 2009, ef tekið er mið af myndefninu. Elsti listamaður sem sagt er frá er fæddur á fyrri hluta 19. aldar, þeir yngstu eru fæddir 1980. Svo aftur sé miðað við myndir, tekur listasagan til 265 listamanna alls, og fjölgar þeim til muna þegar líður á verk- ið. Í fyrsta bindi koma einungis 15 lista- menn við sögu, en í fimmta og síðasta bindi eru þeir orðnir 135. Þótt mikil fjölgun hafi orðið í röðum íslenskra myndlistarmanna frá 1980 og til dags dató, skýrir það tæplega þreföldun þeirra milli fjórða og fimmta bindis (c. 1980–2005); augsýnilega fær nýja mynd- listin töluvert meiri athygli en sú eldri, sem er tæpast góð sagnfræði. Þrátt fyrir þessa uppskeru er fyrsti ásteytingarsteinn þessarar sögu er óút- skýrð fjarvera margra listamanna; sjálf- um telst mér til að inn í þessa sögu vanti um sextíu – 60 – markverða listamenn frá öllum tímabilum svo hún megi telj- ast fullnægjandi (nöfn þeirra eru feit- letruð hér á eftir). Meðal þeirra er stór hópur kvenna. Til samanburðar má geta þess að í gjörvallri listasögu sinni fjallaði Björn Th. um hartnær 75 íslenska listamenn. Í annan stað virðast flestir aðstandendur bókarinnar furðu áhugalitlir um endurskoðun á viðtekn- um hugmyndum um framvindu íslenskrar listasögu, bæði þeim sem birtast í riti Björns og þeim sem orðið hafa ofan á í umfjöllun um síðari tíma myndlist. Og fyrst við erum að tala um hugmyndir – aðstandendur hafa jú ítrekað lýst bók sinni sem hugmynda- sögu fremur en persónusögu í anda Björns Th. – þá er bagalegt hve staðfast- lega þeir láta hjá líða að tengja hug- myndaheim listamanna við þær hug- myndir sem eru á döfinni í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Loks er sitthvað athuga- vert við það hvernig myndir eru notaðar í bókinni. Svo má vitaskuld velta fyrir sér hvort fimmta bindi listasögunnar, eitt og sér, megi ekki flokka sem fjórðu og stærstu mistök aðstandenda, svo meingallað sem það er; meira um það í niðurlagi. Sennilega er það rétt hjá aðstandend- um listasögunnar að umræðan um fjar- verandi listamenn, einkum og sérílagi þá sem eru enn í fullu fjöri, hafi til þessa skyggt nokkuð á umfjöllun um aðra þætti hennar. En þar sem listasagan er opinbert pródúkt og fjarvistirnar stór-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.