Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 113
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2012 · 1 113
ustu verk hans, svartbæsaðir timbur-
skúlptúrar, gerðir á áttunda og níunda
áratugnum, eru klár forboði naum-
hyggju í íslenskri höggmyndalist; hvor-
ugt er nefnt til þessarar sögu.
Kvótakerfi
Þegar kemur að umfjöllun um þrívídd-
arlist áttunda og níunda áratugarins eru
ýmsir listamenn sem ekki taka beinan
þátt í því sem mætur maður hefur nefnt
„afhelgun listhlutarins“, gagngerum
breytingum á viðhorfum til módern-
ískrar formhyggju, einfaldlega afskrifað-
ir í þessari listasögu; það er ekki annað
orð til yfir þann gjörning. Í þeim hópi
eru til dæmis listakonurnar Inga Ragn-
arsdóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Kogga
og Rósa Gísladóttir, auk þeirra Páls
Guðmundssonar frá Húsafelli, Gunn-
ars Árnasonar og Arnar Þorsteinsson-
ar, allt saman fólk með langan og far-
sælan feril að baki og fjölda listaverka á
almannafæri víða um land. Tveir full-
trúar þessa hóps myndhöggvara, Hall-
steinn Sigurðsson og Helgi Gíslason, fá
þó að fljóta með einsog fyrir siðasakir.
Víða annars staðar vantar ýmist upp
á listamenn eða myndverk til að
umfjöllun um stefnur og strauma teljist
fullnægjandi. Í kafla um súrrealisma í
þriðja bindi er Alfreðs Flóka ekki getið
meðal helstu fulltrúa, heldur holað
niður annars staðar meðal hlutbund-
inna listamanna, né heldur nokkurra
annarra bókmenntatengdra súrrealista,
Jónasar Svafár, Jóhanns Hjálmarssonar
og Medúsu-hópsins. Verk eftir Erró frá
sjötta áratugnum hefðu fallið eðlilega
inn í þetta samhengi. Sverrir Haralds-
son og Einar Þorláksson gengu vissulega
í gegnum súrrealísk tímabil, en verkin
eftir þá sem fylgja kaflanum eru annars
eðlis og frá öðrum tímabilum. Bragi
Ásgeirsson á einnig súrrealíska spretti í
grafíkmyndum sínum á sjötta áratugn-
um, horft er framhjá þeim. Tæran
landslagstengdan súrrealisma er einnig
að finna í verkum Guðna Hermansen
frá Vestmannaeyjum, ef einhver hefði
borið sig eftir þeim.
Loks er ekki forsvaranlegt að eigna
þeirri mætu listakonu, Eyborgu Guð-
mundsdóttur, allan heiðurinn af
ástundun optískrar myndlistar á Íslandi.
Hjónin Margrét Þ. Jóelsdóttir og Steven
Fairbarn hófu tilraunir með liti, ljós og
sjónertingu fyrir 1970 og sýndu verk af
því tagi ítrekað hér á landi snemma á
áttunda áratugnum; eitt þeirra er í eigu
Listasafns Íslands.
Framan af telur upplýstur lesandi sér
trú um að þessar útstrikanir hljóti að
vera í samræmi við rökstudda vinnu-
áætlun, kannski einhvers konar kvóta-
kerfi. Var kannski settur kvóti á eina
listakonu af erlendum uppruna í hverju
bindi, til dæmis Karen Agnete Þórarins-
son á kostnað Grétu Björnsson? Og bara
einn Eggert í hvert bindi, segjum Eggert
Laxdal á kostnað Eggerts Guðmunds-
sonar? Einungis einn fulltrúa Ameríku-
menntaðra abstraktmálara takk, Ragn-
heiði Ream, á kostnað Björns Birnis?
Eða einn fulltrúa nútímaglerlistar, Leif
Breiðfjörð á kostnað Sigríðar Ásgeirs-
dóttur, höfundar stórra opinberra
myndverka út um borg og bý? Og láta
alveg hjá líða að minnast á breskmennt-
aða listamenn sem mála myndir af fólki,
þ.e. Karólínu Lárusdóttur? Þetta væri
auðvitað galin tilhögun, en ef henni er
fylgt út í æsar væri þó „system i galska-
bet“ eins og stundum er sagt. Vandinn
er sá að það er ekki nokkur leið að koma
auga á „system“ í stærstum hluta þessara
útstrikana, a.m.k. í fyrri bindum lista-
sögunnar, og því liggur beinast við að
staðhæfa að þær séu afleiðing af ókunn-
ugleika eða ónógum undirbúningi höf-
unda og ritstjóra.
Eins og áður er nefnt er Sölvi Helga-