Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 113
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 113 ustu verk hans, svartbæsaðir timbur- skúlptúrar, gerðir á áttunda og níunda áratugnum, eru klár forboði naum- hyggju í íslenskri höggmyndalist; hvor- ugt er nefnt til þessarar sögu. Kvótakerfi Þegar kemur að umfjöllun um þrívídd- arlist áttunda og níunda áratugarins eru ýmsir listamenn sem ekki taka beinan þátt í því sem mætur maður hefur nefnt „afhelgun listhlutarins“, gagngerum breytingum á viðhorfum til módern- ískrar formhyggju, einfaldlega afskrifað- ir í þessari listasögu; það er ekki annað orð til yfir þann gjörning. Í þeim hópi eru til dæmis listakonurnar Inga Ragn- arsdóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Kogga og Rósa Gísladóttir, auk þeirra Páls Guðmundssonar frá Húsafelli, Gunn- ars Árnasonar og Arnar Þorsteinsson- ar, allt saman fólk með langan og far- sælan feril að baki og fjölda listaverka á almannafæri víða um land. Tveir full- trúar þessa hóps myndhöggvara, Hall- steinn Sigurðsson og Helgi Gíslason, fá þó að fljóta með einsog fyrir siðasakir. Víða annars staðar vantar ýmist upp á listamenn eða myndverk til að umfjöllun um stefnur og strauma teljist fullnægjandi. Í kafla um súrrealisma í þriðja bindi er Alfreðs Flóka ekki getið meðal helstu fulltrúa, heldur holað niður annars staðar meðal hlutbund- inna listamanna, né heldur nokkurra annarra bókmenntatengdra súrrealista, Jónasar Svafár, Jóhanns Hjálmarssonar og Medúsu-hópsins. Verk eftir Erró frá sjötta áratugnum hefðu fallið eðlilega inn í þetta samhengi. Sverrir Haralds- son og Einar Þorláksson gengu vissulega í gegnum súrrealísk tímabil, en verkin eftir þá sem fylgja kaflanum eru annars eðlis og frá öðrum tímabilum. Bragi Ásgeirsson á einnig súrrealíska spretti í grafíkmyndum sínum á sjötta áratugn- um, horft er framhjá þeim. Tæran landslagstengdan súrrealisma er einnig að finna í verkum Guðna Hermansen frá Vestmannaeyjum, ef einhver hefði borið sig eftir þeim. Loks er ekki forsvaranlegt að eigna þeirri mætu listakonu, Eyborgu Guð- mundsdóttur, allan heiðurinn af ástundun optískrar myndlistar á Íslandi. Hjónin Margrét Þ. Jóelsdóttir og Steven Fairbarn hófu tilraunir með liti, ljós og sjónertingu fyrir 1970 og sýndu verk af því tagi ítrekað hér á landi snemma á áttunda áratugnum; eitt þeirra er í eigu Listasafns Íslands. Framan af telur upplýstur lesandi sér trú um að þessar útstrikanir hljóti að vera í samræmi við rökstudda vinnu- áætlun, kannski einhvers konar kvóta- kerfi. Var kannski settur kvóti á eina listakonu af erlendum uppruna í hverju bindi, til dæmis Karen Agnete Þórarins- son á kostnað Grétu Björnsson? Og bara einn Eggert í hvert bindi, segjum Eggert Laxdal á kostnað Eggerts Guðmunds- sonar? Einungis einn fulltrúa Ameríku- menntaðra abstraktmálara takk, Ragn- heiði Ream, á kostnað Björns Birnis? Eða einn fulltrúa nútímaglerlistar, Leif Breiðfjörð á kostnað Sigríðar Ásgeirs- dóttur, höfundar stórra opinberra myndverka út um borg og bý? Og láta alveg hjá líða að minnast á breskmennt- aða listamenn sem mála myndir af fólki, þ.e. Karólínu Lárusdóttur? Þetta væri auðvitað galin tilhögun, en ef henni er fylgt út í æsar væri þó „system i galska- bet“ eins og stundum er sagt. Vandinn er sá að það er ekki nokkur leið að koma auga á „system“ í stærstum hluta þessara útstrikana, a.m.k. í fyrri bindum lista- sögunnar, og því liggur beinast við að staðhæfa að þær séu afleiðing af ókunn- ugleika eða ónógum undirbúningi höf- unda og ritstjóra. Eins og áður er nefnt er Sölvi Helga-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.