Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 120
D ó m a r u m b æ k u r
120 TMM 2012 · 1
ekki síður en endurminningar – en sá
þáttur er öflugastur fremst í bókinni.
Þar er farið í stökkum yfir Reykjavík
bernskuára Þórðar, hlaupið upp og
niður virðingastiga þar sem efst tróna
danskir kaupmenn og þeirra frúr, þar
sem hver skal þekkja sinn stað þótt
duttlungar kynlífsins, fals og snobberí
valdi gjarna óreiðu í lagskiptingunni.
Þessar lýsingar hafa þann annmarka, að
sögumanni finnst óþarft að útskýra eitt
eða neitt, það er sem Þórður geri ráð
fyrir því, að þeir fáu sem kynnu að
gægjast yfir öxlina á honum þegar hann
stendur í þessum „prívatskrifum“
sínum, eigi fyrirfram reynsluaðgang að
þessum heimi. En þær eru bráð-
skemmtilegar, hraðinn mikill og ærslin
og ríkar eru þær af fyndnum stórýkjum:
„það var álitið mikil upphefð fyrir
skáldið Einar Benediktsson að vera gift-
ur náfrænku barnapíunnar hjá Thom-
sen“ (sem rétt áður er kallaður „einn
voldugasti kaupmaður veraldar“ (7–8).
Nokkru síðar fer gamanið að kárna.
Kjaftasögusafnið sem Þórður hafði
dregið saman fer að snúast um fjöl-
skyldu biskups, einkum ramman hnút á
kvennamálum biskupssonar. Um leið
gerist Þórður æ óáreiðanlegri sögumað-
ur og bregður sér síðan á gandreið í
fantasíu þar sem níð og last um menn
og æðri máttarvöld stíga hrikalegan
dans þegar hann lætur persónur sinnar
biskupssögu koma til himna og trufla
með húsnæðisvandkvæðum sínum í
nýrri tilveru geypilegt hómósexúelt kyn-
svall í hásölum Himnaríkis.
Ég tel líklegt að þessi svarta messa
geymi rammasta guðlast sem sett hefur
verið á blað – og minnir það í sjálfu sér
á þann þátt í fari Þórðar sjálfs sem hann
talar oft um og ekki án sjálfsháðs reynd-
ar: Hann svífst einskis, ósvífnin er tak-
markalaus. Hann heldur því fram
snemma í bókinni að svo hafi alltaf
verið: „Það verður ekki ofsögum sagt af
eigingirni minni og annari skít-
mennsku. Ég hugsaði aldrei um aðra en
sjálfan mig, átti ekki vott af tilliti til
annarra, ekki vott af siðferðiskennd“
(27). Vitanlega eru þetta ýkjur eins og
flest sem Þórður segir – allir taka visst
tillit til annarra manna, þótt ekki væri
nema til að þjóna sinni eigingirni! Og
dæmið sem hann nefnir um tillitsleysi
sitt þarna er fremur saklaust: hann
kaupir fjórtán ára unglingur epli fyrir
aleiguna og étur þau öll sjálfur – þótt
hann efist um að móðir hans hafi þá átt
aura fyrir brauði. En bæði guðlastið,
sem fyrr var nefnt, sem og staðhæfingar
um nafnkennt fólk og einkamál þess
sem dreift er um alla bók, ýta undir það
að lesandinn finni ekki einungis sér-
kennilegt sjálfsháð að baki ítrekuðum
staðhæfingum hans um það hve mikið
fúlmenni og glæpamaður hann sjálfur
sé. Svo mikið er víst að Þórður hefur til-
tölulega snemma á lífsleiðinni ákveðið
að hætta að vera rola og aumingi, eins
og hann segir, og vinna sína sigra í kyn-
lífi, listalífi og á umhverfi sem hlýtur að
vera honum fjandsamlegt með því að
vera reiðubúinn til að ganga fram af
öllum með hrikalegum sleggudómum,
afdráttarlausu lasti og miskunnarlausu
níði. Stunda sínar „tilraunir með dramb
og hroka“ jafnvel þótt það kunni að
kosta einhvern lífið eins og hann gefur
til kynna að gerst hafi í raun. Hann talar
á einum stað um „svæsna tilraun sem
endaði með dauða tilraunadýrsins“(71).
Lesandinn fær hinsvegar fátt að vita
um það hvernig slík lífsstefna verður til.
Hvernig til verður þessi íslenski
Nietzsche aner sem vill lifa sterku lífi
handan við gott og illt. Í ævisöguljóði
eftir Elías Mar sem sá fyrst dagsljós
fyrir jól er vikið að Þórði, „kaldhæðna
öldungnum sem lífið hafði gert mis-
kunnarlausan“.3 Af því ferli fær lesand-