Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 123

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 123
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 123 hann bregður fyrir sig. En hann hefði samt viljað kjósa sér annan hlut eins og þessi merka játning sem næst fer gefur nokkra hugmynd um: „En þótt ótrúlegt megi heita er útlenda orðið Resignation fegursta orð sem ég þekki og fólkið sem resigneraði í baráttunni fyrir tilverunni – en lifði og dó með hreinan skjöld, án þess að fremja glæpi – er í mínum augum vafið dýrðarljóma og algjörlega ónáanlegt fyrir mig og mína líka“ (82). Það er í þessu tali viss örlagahyggja – ég er dæmdur til að vera eins og ég er og þá reyni ég ekki annað. Ég næ því aldrei að vera eins og þeir sem bera hreinan skjöld. Ég er líkast til einn þeirra sem verður að forherða sig og beita hæpnum ráðum („glæpum“) til að kikna ekki undir ógnum og hörmungum tilverunn- ar (sjá m.a. 104). Fagnaðarerindi og reiðilestur En hvað verður í hugmyndakerfi Þórðar annað en æðruleysið manneskjunni til bjargar andspænis skelfingum tilver- unnar? Svarið er hans skilningur á lífs- nautninni frjóu. Þar fer saman tvennt. Annarsvegar nautn sem tengist því að lifa af heilum hug í tónlist, skáldskap og myndlist sem og þeirri fegurð sem ekki er af mönnum gerð. Þessi listadýrkun gerir vart við sig í hverjum kafla og hana telur Þórður sjálfum sér meir til tekna en nokkuð annað – dramb hans finnur sér einkum réttlætingu í því hve langt hann hafi komist í að kynna sér fagrar menntir og hve ómerkilegt honum flest annað er. Og þetta er vafa- laust það einkenni Þórðar sem laðaði menn og konur að hans undarlegu pers- ónu. En lífsnautn í listum var honum aldrei afmarkað svið og síst af öllu ein- hver skýjadans andans ofar holdi og jörðu. Nautn í listum og kynlífsnautn voru honum eitt og sama markmið og réttlæting á amstri hans undir sólunni, fagnaðarerindi hans. Allt var samofið í einskonar panerótík. Í hans huga voru verk eftirlætistónskálda hans eins og Mozarts og Chopins upprifjun á sam- förum, lofgjörð um kynlífsundrið mikla. Ave verum corpus er ekki kirkju- músík, sagði karlinn við mig einhverju sinni, þetta er þakklæti til konu Mozarts fyrir vel heppnaða ástanótt. Í Mennt er máttur segir hann m.a. um þessa sam- ofnu nautnahyggju sína: „Að hafa lesið Marcel Proust og kynnst Kristjáni Helgasyni eins vel og ég gerði er eitt og hið sama“ (50). Þessi blanda listnautnar og holdsins munaðar verður svo í útfærslu Þórðar að undarlega sjálfumglöðum rétttrúnaði, sem er allt eins líklegur til að hrella menn eða særa sem annars gætu vel kunnað að meta kosti hans. Þórður er ad nauseam óspar á afdráttarlausar yfirlýs- ingar um það, hve langt hann sé yfir aðra menn hafinn vegna kynna sinna af snilldarverkum sem aðrir hafa enga burði eða vilja til að þekkja – né heldur hafi þeir rétt til þess! Hann er aðdáandi Halldórs Laxness en samt óspar á yfir- lýsingar um að sá aumi bóndasonur úr Mosfellssveit hafi engan rétt til að lesa hámenningarhöfund eins og Marcel Proust! (51) En þar á ofan gerir hann einmitt sitt hómósexúala kynlíf að hinni sönnu nautn, æðri miklu en paufið á körlum og konum. Og þeirri upphafn- ingu fylgja allskonar svakalegar yfirlýs- ingar um að það eina sem geti gefið alls- konar drullusokkum (eins og íslenskum menntamönnum) tilverurétt sé það, að hommar eins og Þórður Sigtryggsson „ríði þeim vel og lengi“ (47). Hér er komið að því sem mörgum lesanda mun vafalaust þykja hvimleiðast við hugleiðingar Þórðar Sigtryggssonar. Hann ekki aðeins boðar hátt og snjallt sitt fagnaðareindi: Chopin, Proust og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.