Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 126

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Blaðsíða 126
D ó m a r u m b æ k u r 126 TMM 2012 · 1 Ég vil vera með Að vísu getur maður spurt sig að því, hvort Þórði hafi verið full alvara með þeim orðum að hann sé einungis „prívat höfundur“ sem þurfi ekki í neinu að taka tillit til þess sem almenningur gæti lesið, enda mundi texti hans aldrei koma fyrir sjónir nema örfárra útvaldra (sjá 33). Það er ekki gott að vita: kannski gerði hann í senn að langa til þess að til hans heyrðist um leið og hann gerði ráð fyrir því að af því yrði ekki, a.m.k. ekki um langan aldur. Þórður var maður hégómlegur, á því er enginn vafi, og vildi með einhverjum hætti koma sér fyrir í lífi annarra – eða bókum þeirra. Þar vildi hann eiga sitt framhaldslíf. Hann lét til dæmis að því liggja við mig að hann vildi að ég skrifaði einhvern- tíma um sig og það gerði ég reyndar í Blátt og rautt. Samskipti hans við Hall- dór Laxness skal ég einnig nefna sem mögulega skýringu á því hvað honum gekk til þegar hann beitti fyrir sig geypilegu lofi og lasti á víxl. Þórður var gamall kunningi Halldórs úr Unuhúsi. Erlendur var mikill vinur beggja og bæði hann og Þórður lögðu sitt til persónu Organistans í Atómstöð Halldórs. Þórður kallar Halldór einatt stórskáld og mesta skáldsagnahöfund sem nú er uppi (51) og lofar hann ekki síst fyrir að vera „eini maðurinn í heim- inum sem var boðlegur og samboðinn“ Erlendi (217). Bætir því við, að án Hall- dórs hefði líf Erlendar verið algjörlega misheppnað því „allir menn aðrir en Halldór voru honum aðeins til leiðinda og vonbrigða“ (125). En í næstu andrá (eins og sést af þeim bréfum Þórðar til Halldórs sem felld eru inn í textann) er hann meira en fús til að sýna Halldóri stráksskap allskonar. Sproksetja hann fyrir að vera sveitamann sem ætti að kæra fyrir að reyna að lesa Marcel Proust, vorkenna honum sem aumum „almenningsrithöfundi“ sem verði að sitja og standa eins og skrílnum þóknast (33, 96 og víðar). Í einu bréfi segir: „Maður sem á ekkert bókasafn, ekkert listasafn, enga tónlist frábrugðið því sem gerist á sveitaheimilum og hjá smá- borgurum í Reykjavík hefur ekkert að bjóða Þórði Sigtryggssyni annað en bíl- stjórahæfileika sína“ (88). Því næst býður Þórður Halldóri að hann fái að keyra sig hvert á land sem er – og þykist ætla að taka af skáldinu borgun fyrir heiðurinn sem hann sýnir honum! Síðar í bókinni segir hann: „Eins og allir vita hafði Halldór sálugi Laxness ekki vit á að þiggja hið ágæta tilboð mitt um að gerast einkabílstjóri minn. Þar með var ég fyrir fullt og allt laus við þennan hræðilega sveitamann“ (180). Til hvers er þessi leikur allur? Kannski er þetta barasta gamansamt til- brigði við stefið „tilraun með dramb og hroka“ og hafi þá báðir þessir vinir Erlendar í Unuhúsi komist að þegjandi samkomulagi um að skemmta sér við frekjutaktana í Þórði? En Þórður ætlar sér fleira. Ég vitna í því sambandi í tvö bréf frá honum til Halldórs sem ekki eru í bókinni en hann sendi mér á sínum tíma afrit af. Í bréfi frá 8.04.1956 segir hann kumpánlega við verðandi Nóbels- skáld: „Viðhorf okkar eru svo ólík að um samband eða samleið getur ekki verið að ræða. En reynslan hefur sýnt að ekkert getur til lengdar skyggt á gagn- kvæma aðdáun okkar.“ Í bréfi sem hann skrifar 25. jan. 1961 – hálfu ári eftir sjö- tugsafmælið fræga, kemur hann svo enn betur upp um sig. Þar segir: „Ég get ekki lengur sætt mig við að svara „Ekkert“ þegar fólk spurði mig, hvað þú hefðir gefið mér í afmælisgjöf á sjötíu ára afmæli mínu. En nú er allt í lagi. (Þórður hafði í upphafi bréfs þakk- að Halldóri fyrir að bjóða honum í Gljúfrastein um nýliðin áramót og gefa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.