Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 129

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 129
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 129 ingaböndum sem síst gátu talist gæfuleg manni með sjálfstæðan höfundarmetn- að“ (120). Ekki get ég fallist á þetta. Ritun ævi- sögunnar tekur ekkert frá Elíasi sem höfundi – annað en tíma, ekki svo ýkja mikinn. Elías virðist ekki hafa lagt neitt til textans sem heitið geti, ekki breytt neinu af því sem Þórður kom með til hans til skráningar. Að auki hefst ritun þess texta sem gefið var nafnið „Menn er máttur“ ekki fyrr en 1961 – á sjöunda áratugnum. Hitt má svo vel telja líklegt, að Þórður hafi með frekri afskiptasemi af högum Elíasar haft drjúg lamandi áhrif á sjálfstraust hans til ritverka. Um þetta stríð tilfærir Þorsteinn bréf sem ganga á milli meistara og lærisveins á árunum 1950–1952. Í þeim neytir Þórð- ur allra bragða í leik sínum með heimtufrekju, lof og last. Sem fyrr segir reynir hann miskunnarlaust að rjúfa tengsli Elíasar við kvenfólk. Meira en svo: hann þreytist ekki á að útlista hve lélegir og ómerkilegir svo til allir menn séu sem Elías umgengst, svo aumir reyndar að Þórður geti varla verið þekktur fyrir að þekkja mann sem er í svo ömurlegum félagsskap. Um leið eys hann Elías lofi sem ástmann; eitt dæmi af mörgum er „þú ert í mínum augum besti, fegursti og yndislegasti elskhugi heimsins“ (144). Á hinn bóginn gerir Þórður margoft lítið úr Elíasi sjálfum – fyrir ætt og uppruna, menntunarskort, drykkjuskap, skort á hugrekki til að bjóða almenningsálitinu byrginn. Á einum stað segir karlinn: „Allt sem heit- ir bókmenntaleg eða listræn menning er þér óeðlilegt og fjandsamlegt“ (165). Hitt gæti verið verst, hve lítið hann gerir úr Elíasi sem rithöfundi – en hann er um þetta leyti að vinna sinn besta sigur með Vögguvísu og hefur gefið út alls fimm bækur á stuttum tíma. Þórður lætur til dæmis eins og hann geri Elíasi mikinn greiða með því að taka við bókum hans: „Ég skal þiggja einhverja af bókum þínum þegar ég hefi faðmað þig þúsund sinnum með góðum árangri“. Og í bréfi til vinar Elíasar sem hann hlaut að sjá segir Þórður: „Er nokkur sanngirni í því að ætlast til að að ég, sem svo að segja frá barnsaldri hefi notið þess besta og fullkomnasta sem til er í listum og bókmenntum, fari nú á gamalsaldri að eyða tíma í að lesa bækur óþroskaðra og lítt menntaðra unglinga?“ (133). Stundum slær Þórður í aðra sálma, mildar dóma sína, segir t.d. að hann geri sér grein fyrir eigin frekju og yfirgangi og að hann hafi sjálfur alltaf verið í miklu betri aðstöðu en Elías til að „bjóða þjóðfélaginu byrginn og sýna almenningsálitinu fyrirlitningu“ (142). Og þegar Elías skrifar söguna frægu um hann sjálfan – þá er það vitanlega mesta snilldarbók sem, sett hefur verið saman síðan Immanúel Kant leið! En sama er: þetta er, þegar á heildina er litið, hin versta meðferð. Og hún kemur ofan í kaldar orðsendingar frá öðrum áhrifa- manni í lífi Elíasar – útgefanda hans Ragnari í Smára. Ragnar hefur, eins og Þorsteinn rekur ítarlega, skrifað skjól- stæðingi sínum, ungum og efnilegum rithöfundi, fýlubréf þar sem hann fer háðulegum orðum um tvær skáldsögur hans – og er önnur Vögguvísa sem Ragnar áttar sig bersýnilega ekkert á. Ragnar gengur svo langt í lítilsvirðing- unni að tala um að kannski ætti Elías að koma sér í kynni við útgefanda sem ekki gefur út bækur til að selja öðrum „held- ur lætur gera þær handa sjálfum sér eins og málverk sem enginn utan eigandinn fær nokkurntíma augum litið“ ( 95). Samt er enn engan bilbug á Elíasi að finna. Hann heldur áfram ótrauður og lýkur fyrra bindi hinnar stóru skáldsögu sinnar, Sóleyjarsögu, sem út kemur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.