Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 132

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 132
D ó m a r u m b æ k u r 132 TMM 2012 · 1 honum að mestu liði, lífs og liðnum, sá sem aldrei fór með hnjóðsyrði um Þórð og leyfði öðrum heldur ekki að hall- mæla honum í sín eyru. Merkilegir menn voru þessir vinir tveir og mörg veður undarleg í þeirra samskiptum. Aðstæður þeirra og kjör voru vitanlega allt önnur en við nú þekkjum. Ein er sú bylting sem hefur vel tekist í okkar samfélagi, en það er gjör- breyting á stöðu samkynhneigðra sem yfir hefur gengið á fáum árum – og er svo komið að hátíð þeirra, Gay pride, er sú þjóðhátíð sem landsfólkið hlakkar mest til. Eftir er svo að skoða margt sem varðar stöðu þessa merka minnihluta á liðnum tímum. Sjálfum finnst mér ég taka mér bessaleyfi með því að fjasa um homma, sem gætu vel spurt með nokkr- um þjósti: Hvað vilt þú hér upp á dekk? Ég hefi mér það til afsökunar, að ég þekkti mennina sem hér eru mættir á bókum. Einnig það, að mér hefur lengi fundist sérstaklega lærdómsríkt að skoða vel minnihlutamenn, sem eru undir meira eða minna fjandsamlegu fargi. Samkynhneigða, gyðinga, ýmsa þjóðernisminnihluta í þjóðrembuum- hverfi, trúaða í guðlausu samfélagi, komma í auðvaldssamfélagi, andófs- menn í sovésku samfélagi. ýmiskonar tilvistarspurningar verða áleitnari við alla slíka hópa en við þá sem eru „norm- al“, sem almenningsálitið samþykkir. Þeir eru oftar en ekki undir þrýstingi í þá veru að þeir feli sína sérstöðu eða geri sem minnst úr henni: homminn fái sér konu, gyðingur breiði yfir nafn og númer, sá trúaði hafi hægt um sig, rót- tæklingurinn sé ekki meir en stofu- kommi, andófsmaðurinn haldi sér saman og þar fram eftir götum. Sumir kikna undan því fargi sem ef til vill skerpir vit og orku annarra, hvetur þá suma til sérkennilegs oflætis ( við erum betri en þeir!) en kennir öðrum merki- legar aðferðir í listinni að umgangast aðra menn. Einmitt minnihlutamenn verða einatt með ýmsum hætti salt mannlífsins, styrkja margbreytileika þess, skerpa liti þess, dramatísera leitina að svörum við sígildri spurningu: hver ert þú? Tilvísanir 1 Árni Bergmann: Miðvikudagar í Moskvu. 1979, bls. 9. 2 Hjálmar Sveinsson: Nýr penni í nýju lýð- veldi. 2007, bls. 44. 3 Elíasarbók. Sögur og ljóð Elíasar Mar. Þor- steinn Antonsson sá um útgáfuna, 2011, bls. 293. 4 ÞS til ÁB 12.02.60. 5 ÞS til ÁB 28.04.1957. 6 Sama bréf. Blátt og rautt, bls. 231. 7 Thor Vilhjálmsson, Andlit í spegli dropans, 1957, bls. 141. 8 Blátt og rautt, bls 231. 9 Samtal við ÞS. 1954. 10 Ég á ekki síst við staðhæfingar Þórðar um að nafngreindir menn hafi stytt sér aldur vegna þess að þeir hafi í raun verið hommar. 11 Sjá úttekt Peters Hallberg á handritum Atómstöðvarinnar, „Úr vinnustofu sagna- skálds“. TMM 2.–3. hefti 1953. 12 Elíasarbók, bls. 229–303 13 Nýr penni, bls. 122 og 132. 14 Þjóðviljinn 1954, ritdómur Bjarna birtist 24. apríl, svar Elíasar þann 25. apríl. 15 Nýr penni – Elías sýknar Bjarna frá Hof- teigi – bls. 121 og afsakar Ragnar – bls. 142. 16 Hér má hafa í huga ritdóm um skáldsöguna Brekkukotsannál sem Elías Mar skrifaði í Tímarit Máls og menningar árið 1957, en þar gerir hann það sem rithöfundar telja oft höfuðsynd gagnrýnenda: hann biður höf- und, Halldór Laxness, um aðra bók en þá sem hann hafði skrifað. Allt vegna þess að Elíasi er svo mikið í mun að Halldór skrifi „nútímaskáldsögu í öllum merkingum þess orðs, aktúela túlkun þess tíma sem við lifum á, þess umhverfis sem við skynjum, þeirra viðhorfa sem nú ríkja og vandamála sem við blasa“ ( bls. 181–182). Þó svo öðrum þætti slík saga „ljót“ og tæpast prenthæf!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.