Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Síða 133
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 133 Soffía Auður Birgisdóttir Að grafa leynigöng milli veruleika og drauma Eiríkur Guðmundsson. Sýrópsmáninn. Bjartur 2010, 232 bls. Eiríkur Guðmundsson lýsti skáldsögu sinni Sýrópsmánanum sem „tilfinn- ingalegri rannsóknarskýrslu“ í viðtali við Morgunblaðið 10. nóvember 2010. Lýsingin kallar fram ýmis konar hug- renningatengsl, en fyrst og fremst við hina frægu Rannsóknarskýrslu Alþingis eins og til var ætlast. Skýrslan sú var gefin út á 2000 síðum í níu bindum í mars, eða um hálfu ári áður en skáld- sagan kom út. Rannsóknarskýrsla Alþingis fór óðara í fyrsta sæti á met- sölulista íslenskra bóka og í ágúst sama ár trónaði hún enn á toppnum yfir sölu- hæstu bækur ársins (sló meira að segja við Póstkortamorðum þeirra James Patter son og Lizu Marklund). Í henni er gerð „tilraun til að rannsaka og útskýra aðdraganda og orsök falls íslensku bankanna árið 2008“, eins og sagði í kynningu, og hefur hún fengið heitið „Íslendinga sögur hinar síðari“ hjá hinum alræmdu „gárungum“. Því má halda því fram að í Sýrópsmánanum geri Eiríkur tilraun til rannsaka og útskýra aðdraganda og orsök þess til- finningalega (á)falls sem fólgið er í skip- broti ástarsambands. Það er að minnsta kosti einn gildasti þráðurinn sem rekja má sig eftir í bók hans, sem hlaut til- nefningu til Menningarverðlauna DV snemma árs 2011. Tenging Eiríks við „hrunið“ er ekki út í bláinn. Sýrópsmáninn gerist meðal annars í Reykjavík á okkar dögum og yfir borgina hefur lagst einkennileg „þoka“: „Í útvarpinu voru stöðugar fréttir af þokunni. Stundum var því haldið fram að hún lægi í makindum yfir landinu öllu. Að heilu firðirnir væru horfnir“ (34). Þokan gleypir menn, hús, landslag og hluti en við höfnina er verið að byggja „Spiladós“ úr gleri. Þessi táknmynd hrunsins minnir á aðra íslenska skáldsögu sem kom út 2009; Gæsku Eiríks Arnar Norðdahls, þar sem eldar loga í Esjunni og reykinn leggur yfir borgina og skæðir sandstormar geisa. Það er reyndar tilvalið að bera þessar tvær skáldsögur saman sem „hrunskýrslur“ og inn í þann saman- burð mætti draga fleiri íslenskar skáld- sögur frá síðustu árum, til að mynda Konur Steinars Braga (2008) og Banks- ter Guðmundar Ólafssonar (2009). Af nýútkomnum skáldsögum eru einnig að minnsta kosti tvær sem taka mætti með í þennan samanburð, Mannorð eftir Bjarna Bjarnasonar og Hálendi eftir Steinar Braga. Allar þessar sögur gerast í gjörningaþokunni sem legið hefur yfir Íslandi frá hausti 2008 – eða aðdraganda hennar – og gaman er að sjá á hversu ólíkan hátt höfundarnir nálgast efnið. Kannski má segja að Guðmundur Ólafs- son standi næst hinni „raunsæju“ frá- sögn; Eiríkur Örn velur leið hins ærsla- fengna karnívalíska skops, Steinar Bragi slær sterkan hryllingstón, Bjarni Bjarna- son vekur upp spurningar um siðferði og æru (með ívafi fantasíu, eins og reyndar fleiri) en stíll Eiríks Guð- mundssonar er ljóðrænn, brotakenndur (á köflum) og vinnur stöðugt með vís- anir og textatengsl. En eigi Sýrópsmáninn í óbeinu sam- tali við aðrar íslenskar samtímaskáld- sögur á hann stöðugt í beinu samtali við erlenda bókmenntatexta. Heimur sögu- manns er samslunginn heimi bók-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.