Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 135

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Qupperneq 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 135 leg stef í frásögnum sem snúast um leit að sjálfsmynd og sjálfskilningi, eins og hér er raunin, og niðurstaðan virðist vera: að best væri „að mæta lífinu með grímu“ (217). Hinn þungi undirtónn frásagnarinnar er tilvistarlegur og sögu- maður glímir við eigin vanmátt gagn- vart tilverunni og þá sérstaklega ástinni sem kemur, að því er virðist óhjákvæmi- lega, ætíð með þjáninguna í farteskinu. Það er niðurstaða margra bóka sem sögumaður hefur lesið: „ástin og þján- ing eru eitt og hið sama“ (126), og gott ef það er ekki einnig hans eigin niður- staða, sprottin af lifaðri reynslu. Vanmáttur sögumanns virðist þó ekki bara bundinn ástinni heldur litar hann alla tilveruna sem honum virðist um megn að glíma við. Hann hefur verið rekinn úr starfi sínu hjá Vísindavefnum fyrir að svara spurningum út í hött og hefur hvorki löngun né döngun í sér til að útvega sér annað starf. Hann er sann- ur fulltrúi hinna fjöldamörgu vanmátt- ugu karlmanna sem hafa skotið upp kollinum í íslenskum (sem erlendum) samtímabókmenntum; Hetja vorra tíma virðist vera karlmaður án tilgangs ekki síður en á tímum Rússans Lermontovs – „hinn óþarfi maður“ var þetta kallað á sínum tíma. En rangt væri þó að halda því fram að vanmátturinn og tilgangs- leysið sé aðeins bundið hinum karlkyns sögumanni Sýrópsmánans því mótleik- ari hans í þjáningunni, konan L., virðist jafnvel dýpra sokkin í þunglyndi en hann. Við L. eru tengd stef sem tengjast hinum bláa lit. Lag Ninu Simone, „Little girl blue“, fylgir henni, sem og „blómið bláa og hvíta“. L. er þögul og sorgmædd og virðist litlu færari en sögumaður að takast á við veruleikann, þó hún stundi vinnu sína samviskusamlega. Eitt af gegnumgangandi stefjum frá- sagnarinnar er setningin „lífið kremur mann“ og reyndar eru þetta lokaorð bókarinnar. Ekki veit ég hvort höfundur sé hér að vísa í fleyg orð leiklistarfröm- uðarins fræga Stellu Adler sem sagði eitthvað á þann að veg að þótt lífið brjóti mann niður og kremji sálina þá minnir listin okkur á að til er líf. Sú hugsun á þó vel við Sýrópsmánann þar sem stöðugt er reynt að grafa leynigöng á milli hins hlutlæga veruleika og draumanna; heims listarinnar sem sögumaður heldur dauðahaldi í eins og skipreika maður í fleka. Þannig er frá- sögnin sjálf í mótsögn við fullyrðingu sem lesa má á síðu 167: „Listin er gagns- laus“. Eða hvað? Á listin kannski ein- hverja sök á hinni tilvistarlegu angist sögumanns sem leitar inn í heim skáld- skapar í stað þess að takast á við „veru- leikann“ eins óspennandi og hann nú getur verið á sínu hversdagslega og óskáldlega plani? Svarið við þeirri spurningu liggur ekki ljóst fyrir í þess- ari bók Eiríks, þó hallast ég að hinu að það sé listin sem gefi lífinu gildi og geri okkur kleift að takast á við lífið, þótt það kremji mann stöðugt. Titill bókarinnar er óræður en Eirík- ur Guðmundsson segist hafa fengið hann frá Byron: Byron notaði þetta hugtak ekki um himintungl heldur nokkuð annað sem tengdist lífi hans og ástum, sem voru nokkuð skrautlegar. Sýrópsmáninn er þó umfram allt í mínum huga órætt fyrir- bæri sem tengist ástum, og óhugnaði, en gæti líka verið eitthvað sem liðast upp úr viskíglasi eða út úr gamalli bók með gulnuðum síðum, síðla kvölds. (Viðtal við Morgunblaðið 10. nóv. 2010) Í bókinni má lesa ýmsar útskýringar á fyrirbærinu sýrópsmána, til að mynda: „[…] eitthvað sem reikar stöðugt um himininn og heldur fyrir okkur vöku en við kunnum ekki að nefna, ég kalla það stundum sýrópsmána“ (93). Eða: „Þann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.