Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 136
D ó m a r u m b æ k u r
136 TMM 2012 · 1
dag og næstu nætur uppgötvuðum við
það sem L. kallaði hið tortímandi afl,
eitthvað sem menn hafa skrifað bækur
um öldum saman án þess að verða
mikið ágengt, ég kalla það sýrópsmána“
(205). Sýrópsmáni er því eitthvað sem
erfitt er að ná tökum á, eins og lífinu
sjálfu, og getur því hver lesandi ráðið í
titilinn eftir sínu höfði.
Á einum stað í Sýrópsmánanum má
lesa þetta:
Sumar sögurnar las ég aftur og aftur.
Skáldsögur þarf að tilreykja, eins og
pípur, það getur tekið langan tíma, mörg
ár. Þær lifa sínu lífi líkt og þær sofi á
bak við tímann, rumska kannski eftir
þúsund ár, og eftir það er ekki nokkur
leið að fá frið fyrir þeim. (138)
Ég efa ekki að Sýrópsmáninn er saga
sem þolir endurtekinn lestur, texti
Eiríks Guðmundssonar er vel skrifaður,
margræður og býður upp á margs konar
túlkanir. Þótt hér hafi verið lögð áhersla
á hinn tilvistarlega þunga textans væri
ósanngjarnt að taka ekki fram að víða er
saga Eiríks fleyguð skopi og íróníu sem
jafnvel tengist angist sögumanns. Þann-
ig grefur frásögnin stundum undan
eigin alvöru eða skopast af sjálfri sér;
kannski mætti tala um afbyggjandi frá-
sagnarhátt í þessu sambandi.
Svavar Gestsson
Þingræði á Íslandi
ýmsir höfundar: Þingræði á Íslandi –
samtíð og saga, Forlagið 2011
Þetta er mikið rit, nærri 500 síður, gefið
út af Forlaginu en Alþingi kostaði útgáf-
una. Ritstjórn önnuðust Ragnhildur
Helgadóttir, Helgi Skúli Kjartansson og
Þorsteinn Magnússon. Höfundar efnis
eru þau Ragnheiður Kristjánsdóttir,
aðjúnkt í sagnfræði við Háskóla Íslands,
Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands, Þor-
steinn Magnússon, aðstoðarskrifstofu-
stjóri Alþingis og Ragnhildur Helga-
dóttir, prófessor í lögum við Háskólann
í Reykjavík.
Bókin á sérstakt og mikilvægt erindi
við samtímann.
Í fyrsta lagi vegna þess að 26. grein
stjórnarskrár lýðveldisins hefur nú verið
beitt þrisvar. Þar með er hún orðin not-
hæf og verður örugglega notuð aftur og
aftur framvegis svo lengi sem greinin
eða efni hennar er í stjórnarskránni.
En í öðru lagi vegna þess að fyrir
liggja tillögur frá stjórnlagaráði um nýja
stjórnarskrá. Þær hafa ekki verið nægi-
lega mikið ræddar til þessa en verða
mikið ræddar og með vaxandi þunga á
næstunni.
Af þessum tveimur ástæðum er bókin
Þingræði á Íslandi mikilvæg einmitt nú
sem handbók fyrir umræðu um stjórn-
arskrármálið allt.
Stjórnsýslustofnun Háskóla Íslands
efndi til samtals við höfunda bókarinn-
ar skömmu eftir að ritið kom út. Ég tók
þátt í umræðunni. Það sem hér fer á
eftir byggist því sem ég tók saman vegna
þeirrar umræðu.
Fáir menn eru betur að sér um