Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 138

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Side 138
D ó m a r u m b æ k u r 138 TMM 2012 · 1 ara valda var heldur aldrei í Alþingis- húsinu heldur í stjórnarráðshúsinu. Þeim mun undarlegri er sú árátta að ráðast stöðugt á vesalings Alþingishúsið að ekki sé minnst á það að brjóta glugga í Dómkirkjunni. Þorsteinn Magnússon sýnir fram á að frumvörpum var meira og meira breytt í meðförum alþingis. Í tíð viðreisnar- stjórnarinnar var 46% mála breytt en nú – 2007–2008 – var 73% mála breytt. Að vísu gefa þessar tölur ekki rétta mynd af veruleikanum eftir að við gengum í EES því að EES-málunum er yfirleitt lítið breytt og þau eru afgreidd á færibandi. Þau eru liðlega fimmtungur allra þing- mála sem afgreidd eru núorðið. Breyt- ingin frá viðreisnarstjórnartímanum er því meiri en þessar tölur gefa til kynna. Það er umhugsunarvert að af 1536 frumvörpum sem urðu að lögum á þingunum 1992–2005 áttu 333 lög bein- an eða óbeinan uppruna í ESB eða nærri 22% allrar lagsetningar. Meiri harka í þinghaldinu – af hverju? Það sem hefur svo breyst eftir hrun er það að miklu meiri harka hefur færst í meðferð allra mála á alþingi. Þannig voru um 70% allra laga afgreidd sam- hljóða fyrir hrun og 90% þingsályktana. Nú eru átakamálin um helmingur allra þingmála; hlutfall samkomulagsmála komið niður fyrir 50 prósent. Ástæðurnar fyrir harðari átökum geta reyndar verið margþættar. Í fyrsta lagi er það hrunið og áhrif þess á alla umræðu. Í öðru lagi sú staðreynd að nú situr í fyrsta sinn raunveruleg vinstri stjórn á Íslandi og hinir flokkarnir eru að sjálfsögðu óánægðir með það. Fram- sóknarflokkurinn og/eða Sjálfstæðis- flokkurinn réðu nefnilega forsætisráð- herrum Íslands í 82 ár – 1927 til 2009 – eins og Stefanía Óskarsdóttir bendir á. En í þriðja lagi held ég að ástæðan fyrir meiri hörku sé sú að breytingar á þing- sköpum eftir 1991 spana upp átök þar sem menn skipuleggja andsvör sólar- hringa fram í tímann við ræðum sem ekki hafa einu sinni verið hugsaðar og þar sem sami maðurinn getur verið annar hver ræðumaður svo lengi sem hann/hún nennir. Virðing fyrir þingræði fer eftir völdum Vald flokkanna hefur ennfremur minnkað almennt eftir 1980 með opnu prófkjörunum. Opnu prófkjörin þar sem annarra flokka fólk tekur þátt í stórum stíl hefur veikt flokkana og gert félagsstarf þeirra meira og minna inni- haldslaust. Nú er reyndar verið að gera tillögur um að landið verði eitt kjördæmi. Það mun enn draga úr vægi flokkanna en auka vald leiðtoga þeirra. Ástæðan er sú að þá verður erfiðara fyrir þá sem óþekkir teljast í f lokkunum að safna liði til framboðs. Í annan stað er nú lagt til að ráðherrar fari af þingi um leið og þeir taka ráðherrasæti. Það mun líka auka vald flokksleiðtoganna því þeir velja þá utanþingsmenn frekar til að setjast í ráðherrastóla. Þessi tillaga sem hver étur eftir öðrum rakalaust veikir því þing- ræðið enn frekar. En þessi tillaga myndi í framkvæmd veikja ríkisstjórnina sem framkvæmdavald því tækni-ráðherrun- um yrði stjórnað af flokksleiðtogunum frá þinginu. Utanþingsráðherrarnir hefðu nefnilega ekkert pólitískt bakland – nema flokksleiðtogana sem veldu þá. Athyglisvert er að sjá hjá Þorsteini yfirlit yfir klofning úr þingflokkum. Það hefur gerst í tuttugu og eitt skipti; aðeins tvisvar er þetta úr Sjálfstæðis- flokknum. Er það ekki athyglisvert? Það er það vissulega. Það sýnir að hagsmun- irnir sem binda Sjálfstæðisflokkinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.