Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 141

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2012, Page 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2012 · 1 141 flokksins utan þings og vildi þess vegna ekki taka við umboðinu. Þingflokkur Alþýðubandalagsins ákvað þá hver ætti að taka við umboðinu. Það var ekki for- maður þingflokksins heldur tiltölulega nýr þingmaður, Svavar Gestsson. Gunn- ar Thoroddsen fékk ekki umboð til stjórnarmyndunar sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Umboðið fékk hann þegar hann hafði safnað saman rétt rúmlega helmingi þingmanna. Er það ekki skýr staðfesting á þingræðis- reglunni? En samt fékk Geir Hallgríms- son fyrstur umboð til stjórnarmyndunar vorið 1983 – og var þá utan þings því hann hafði fallið af þingi um vorið. Merkilegt er að umboð til stjórnar- myndunar er eins konar pappírslaus viðskipti. Sá sem fær umboðið fær það í samtali og það samtal er tveggja mann tal. Enginn er þar annar nálægur, ekki ritari. Ekkert er skrifað niður um sam- talið. Þarf kannski að setja um þetta reglur? Lög um stjórnarmyndanir og hvernig þær eru framkvæmdar og lög um embætti forseta Íslands almennt? Lög um stjórnmálaflokka og lög um ríkisstjórnir og vinnubrögð þeirra? Auð- vitað er engin ástæða til að reyra stjórn- málalífið nákvæmlega í lagahnúta. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýð- ræðisins. Fróðlegt er að Ragnhildur segir á bls. 216: „Það er því ekki rétt að þingrofs- rétturinn liggi hjá forseta einum við þær aðstæður að forsætisráðherra hefur beð- ist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt sem getur þá ekki gert tillögu um þingrof og þingrofsrétturinn er í höndum forseta.“ – Þarna mótmælir Ragnhildur beint túlkun núverandi forseta. Ragnhildur segir frá því að skrifstofa Danadrottningar hafi gert athugasemd við athafnir ráðherra, en ekki drottning. Fróðlegt væri að vita nánar um það mál. Stefanía Óskarsdóttir fjallar um stjórnmálafræðihlið þingræðisins eins og Þorsteinn Magnússon. Hún bendir á að það sé víða svokallað forsetaþingræði í Austur-Evrópu. Athyglisvert. Er það af því að þar tíðk- aðist það að aðalritarar kommúnista- flokkanna réðu öllu? Forsetaræðið minnir nefnilega óþyrmilega á stjórn- kerfi kommúnistaflokkanna. Gaman hefði verið ef Stefanía hefði velt því ítarlegar fyrir sér – eða Þor- steinn – af hverju hér eru aldrei minni- hlutastjórnir. Þær sem hér hafa verið sem minnihlutastjórnir hafa eiginlega verið starfsstjórnir að undirbúa kosn- ingar. Ég held að ástæðan fyrir því að hér hafa verið meirihlutastjórnir hafi verið sú að Sjálfstæðisflokkurinn var svo stór að honum nægði einn flokkur til samstarfs til að ná meirihluta. Þess vegna skapaðist stjórnhefð fyrir meiri- hlutastjórnum á Íslandi; vinstri flokkar sem komust sjaldan að fóru í fótsporin en urðu þá að vera þrír. Það er auðvelt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá 12 manna þingflokk Framsóknarflokksins með sér þegar honum voru boðnir sex ráðherra- stólar og Alþýðuflokkinn 1991 þegar helmingur þingflokksins varð að ráð- herrum. Nokkrar villur eru í einum kafla Stef- aníu auk þess sem sumt í framsetningu hennar er of flokkspólitískt: Árið 1938 gengu ýmsir stuðningsmenn Alþýðu- flokksins til liðs við Kommúnistaflokk- inn, segir hún á bls. 237. Það var ekki þannig. Kommúnistaflokkurinn og vinstri armur Alþýðuflokksins stofnuðu Sósíalistaflokkinn. Hún segir að róttæk- ir vinstrimenn hafi frekar litið til kommúnistaríkja Austur-Evrópu eftir fyrirmyndum um stjórn efnahagsmála á bls. 238. Þetta er ekki nákvæmt. Það á að minnsta kosti ekki við um róttæka vinstrimenn í Alþýðubandalaginu að þeir hafi sótt fyrirmyndir um efnahags-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.