Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 9

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 9
V í s i n d i o g v i s k a J a r ð a r TMM 2012 · 2 9 og á landi eða samræður fjalla og fallvatna við hafdjúpin. Samt þykjumst við hafa höndlað sannleika með vísindalegum aðferðum og vissulega má til sanns vegar færa að við höfum lært mikið, öðlast þekkingu og vísdóm en vandinn er bara sá að vísindin eru ung og fyrst og fremst aðferð til að skilja ákveðin ferli. Þau eru ekki viska Jarðar. Vatn sameinar alla visku Jarðar, náttúruferlin öll og þar með lífheim. Það er eins konar móðurlíf plánetunnar sem er böðuð vatni yst sem að innan og hringrásir þess fara ekki aðeins fram í veðrahjúpi heldur í lífverum einnig. Maðurinn er þar engin undantekning. Hann endurspeglar hlutdeild vatns á yfirborði Jarðar – er um og yfir 70% vatn – og í hverjum kroppi er þessi hringrás vatns og endurnýjar sífellt næringar­ og vatnsbúskap hans. Vatn er miðill lífsins og þar sem er vatn, þar er líf. Þess vegna er Jörðin lifandi eining. En hvernig stendur á því að við skynjum illa lifandi kraft Jarðar og það sem við skiljum er meira og minna samhengislaust? Frumbyggjar hafa ávallt litið svo á að plánetan Jörð væri lifandi og gera enn og í fornum menningar­ heimi okkar, heiðni, fór ekki á milli mála að Jörðin var kvik af lífi – í veröld jötna voru náttúruöflin. Á fyrstu öldum kristninnar hér á landi varð til mild og umburðarlynd blanda af kristni og heiðni þar sem kirkjan amaðist ekki við hulduheimi Íslendinga en hulduheimurinn tók að hluta til upp kristna trú; um þessa gömlu tegund af kristni má lesa í Ævisögu séra Árna Þórarins- sonar eftir Þórberg Þórðarson þar sem mikil trú á stokka og steina fer saman við einlæga trú á Jesúm Krist. Reyndar var þetta viðhorf gömlu kirkjunnar um alla Evrópu. En í kringum siðaskipti breyttist viðhorf kirkjunnar og varð einstrengingslegra og heiftúðugra en þrátt fyrir hörku gat hún aldrei afmáð dulhyggju, hindurvitni og hjátrú sem einkenndu hinn forna sið, þrátt fyrir margar grimmar atlögur að hugarheimi og þekkingarleit manna eins og galdraofsóknir fyrri alda bera vott um. Afstaða kirkjunnar hér á landi hefur á ný, og það fyrir löngu, orðið umburðarlyndari gagnvart trúarskoðunum en í hamagangi trúarlegs ofbeldis um gjörvallan heim varð kristileg sýn gagn­ vart „lifandi Jörð“ þokukenndari uns hún hvarf með öllu. Er þar við kristin trúarbrögð að sakast eða þá sem fremstir hafa farið fyrir kirkju og misbeitt valdi? Þegar fram liðu stundir tóku kirkjufeðurnir þá afdrifaríku ákvörðun að aðhyllast tvíhyggju gríska hugsuðarins Platóns (um 428–348 f.Krist) sem byggist á því að veröldin skiptist í tvo heima, andlegan og efnislegan. Þessa skiptingu tók kirkjan upp og afgreiddi manninn líka á sama hátt. Guð var aftengdur „sköpunarverki“ sínu en maðurinn fékk stöðu sem tengiliður í öndvegi á milli Jarðar og Guðs og réði yfir Jörðu því allt annað líf var óæðra. Þannig býr Guð handan hins veraldlega heims en ekki í sköpunarverkinu og vegna þessarar afstöðu er sköpunarverkið ekki heilagt. Ekkert efnislegt á Jörðu er heilagt lengur – og samkvæmt kenningunni hættir Jörðin þar með að vera lifandi, andleg og veraldleg heild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.