Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 15
H v e r j u r e i d d u s t g o ð i n ? TMM 2012 · 2 15 að sér snjallyrðin. Ég hef þó enn ekki fundið þessi orð í hans ritum en þau eru enda fleiri en vötnin á Arnarvatnsheiði. Þannig hefur sá Snorri goði sem birtist í þessari örstuttu en afar mikil­ vægu frásögn höfðað mjög til vísindamanna á 18., 19. og 20. öld sem dáðu röklega hugsun en þeirra eigin hugsanakerfi var mótað af vísindabyltingu nýaldar og iðnbyltingunni. Í því kerfi á vel heima sá Snorri goði sem spyr vel yddaðra spurninga um hverju goðin hafi reiðst þegar hraunið brann, menn eru ólmir að túlka hann sem skynsemishyggjumann sjálfum sér líkan sem skilur lögmál náttúrunnar og þarf ekki hindurvitni til að skýra hraun og önnur náttúruleg fyrirbæri. Í þessari túlkun kann kristni Snorra að vera einlæg en hún er blandin skynsemi, ekki ólíkt því sem sjá má hjá kristnum fræðimönnum í upphafi 20. aldar sem töldu sig síst af öllu guðlausa menn en voru frábitnir allri hjátrú og hindurvitnum. Þeir höfnuðu ekki Kristi en trúðu ekki á kraftaverk og vildu engin yfirnáttúruleg fyrirbæri sjá í Íslendingasögunum sem þeir töldu einkennast af „raunhæfri, veðurbitinni stórmennsku þjóðveldismannsins“, svo að ég grípi til orðalags frá Einari Ólafi Sveinssyni, einum áhrifamesta fræðimanni 20. aldar á sviði miðalda­ rannsókna. Fræðimenn 20. aldar voru þannig upp til hópa stoltir arftakar upplýsingaraldarinnar og vissu án nokkurs efa að þeir skildu náttúrulög­ málin betur en forfeður þeirra en þó þótti þeim ánægjulegt að finna undan­ tekningar á því eins og Snorra goða, rökhyggjumanninn frá miðöldum. En Snorri goði var ekki aðeins hnyttinn í þetta eina sinn og önnur hnyttni hans kann að valda þeim vandræðum sem vilja trúa goðsögunni um Snorra sem ættföður upplýsingarmannsins rökræna og skynsama. Í Brennu­Njáls sögu hefur Snorri á laun dregist inn í átökin á alþingi árið 1012 og stendur þar með þeim félögum Gissuri hvíta og Ásgrími Elliða­Grímssyni sem vilja fá bætur fyrir Njál og fjölskyldu hans. Hann tekur að sér að halda Flosa og mönnum hans úr því góða vígi sem þeir hefðu úr Almannagjá. Þegar Flosi og menn hans koma þangað á flótta er Snorri goði þar fyrir og spyr Flosa hver elti hann. Flosi svarar heldur hvefsinn: Ekki spyrr þú þessa af því, at þú vitir þat eigi. En hvárt veldr þú því, er vér megum eigi sækja til vígis í Almannagjá? Snorri svarar þessu: Eigi veld ek því … en hitt er satt, at ek veit, hverir valda, ok mun ek segja þér ófregit, at þeir valda því Þorvaldr kroppinskeggi ok Kolr. Sögumaður Njálu bætir hér við athugasemd og skýrir hverjir mennirnir sem annars er að engu getið í Njálu munu hafa verið: Þeir váru þá báðir dauðir ok höfðu verit in mestu illmenni í liði Flosa. Eins og svo oft er raunin um Íslendingasögur er þessi skýring í raun næsta gagnslítil rúmum sjö öldum síðar. Við hljótum að spyrja okkur hvers vegna Snorri kjósi að nefna til tvo drauga sem sökudólga þegar það eru sannarlega hans eigin liðsmenn sem hindra Flosa í að komast í vígið. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður (og raunar Heusler á undan honum) benti á það í grein sem kom á prent árið 1920 að það muni hafa skolast til í hefðinni hverjir þessir tveir menn hafi verið; upphaflega hafi hér ekki verið á ferð tvö illmenni úr liði Flosa heldur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.