Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 16
Á r m a n n J a k o b s s o n 16 TMM 2012 · 2 persónur sem nefndar eru í Íslendingabók Ara en þar er sagan af því hvernig Þórir kroppinskeggi vó þrælinn eða leysingjann Kol í Bláskógum sem reynist afdrifaríkt því að einmitt þess vegna er land á lausu fyrir þingstaðinn Þingvelli þegar Grímur geitskör leitar slíks fundarstaðar. Sonarsonur Þórðar hét Þorvaldur kroppinskeggi og var svipað illmenni og afinn (brenndi inni bróður sinn) en þeir Þórir og Kolur eru að mati Matthíasar ótvírætt eðlilegri staðarillvættir en tvö annars óþekkt fúlmenni úr liði Flosa. Það breytir ekki hinu að Snorri kennir hérna tveimur Þingvalladraugum um það að Flosi og menn hans komast ekki í vígið. Matthías Þórðarson hefur bent á að það er engan veginn ljóst hvers vegna Snorri dregur hér draugana fram sem skýringu þó að það sé á hinn bóginn greinilegt að Snorri vilji ekki gangast við að vera í liði andstæðinga Flosa. En svarið virðist einnig klárlega írónískt og Matthías leiðir rök að því að Snorri muni hafa viljað að Flosi skildi sneiðina og sé þannig að stríða honum. Samt sem áður er sá Snorri sem birtist okkur hér ekki hinn mikli efa­ hyggju­ og skynsemistrúarmaður sem vísar til náttúrulögmálanna á nútíma­ vísu til þess að þagga niður í andstæðingum sínum og skýra heiminn heldur draugfræðingurinn Snorri sem er ófeiminn að nota annarsheimsvættir til að skensa mótherjana. Þó að vissulega megi rökstyðja að Snorri sé kaldhæðinn og þar með allsendis óvíst að hann trúi sjálfur á þessa drauga – kaldhæðni hans sé þvert á móti til marks um að hann beri enga virðingu fyrir hjátrú og draugahræðslu annarra – er ekki hægt að líta fram hjá hinu að draugar verða honum í þessu tilfelli að gagni þegar hann á að skýra gjörðir sínar og rökhyggja hans, sé hún á annað borð fyrir hendi, er því ekki einlæg heldur hentistefna þrungin kaldhæðni. Ef Snorri í Njálu er samur og Snorri sem við hittum fyrir í Kristni sögu er hann ekki sjálfum sér samkvæmur andspænis yfirnáttúrulegum skýringum atburða. Í Eyrbyggja sögu birtist svo enn einn Snorri og sá er jafnvel enn fjær fyrirmyndarraunsæismanni upplýsingaraldar því að hann tekur virkan þátt í að berjast við þau ókunnu öfl sem valda Fróðárundrum og ógna kristninni skömmu eftir að hún hefur hlotið stöðu opinberrar trúar. Af sögunni verður ekki annað ráðið en að goðinn á Helgafelli taki Fróðárundrin grafalvarlega og ekki fréttist af kaldhæðnislegum tilsvörum. Þvert á móti tekur hann þátt í að særa burt djöflana á Fróðá með heilræðum sínum um að brenna rekkjubúnað Þórgunnu sem virðist beint eða óbeint valdur að öllum þessum atburðum (en orsakasamhengið er þó aldrei skýrt) og halda síðan „duradóm“ sem minnir á málaferlin á þingunum í heimi hinna lifandi, eru særing í búningi lagagerðar sem löghlýðnar óvættirnar þoka að lokum fyrir. En Snorri sýnir líka hinni nýju trú hollustu og sendir prest til að vígja húsin á ný eftir að hinir illu andar eru á burt. Þá sitjum við uppi með þennan vanda: ef til vill töldu miðaldahöfundar að Snorri goði þekkti vel jarðsöguna um uppruna hraunsins á Þingvöllum en samt telja þeir líka að hann trúi nógu rækilega á drauga til að leggja drög
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.