Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 17
H v e r j u r e i d d u s t g o ð i n ? TMM 2012 · 2 17 að helgisiðum til þess að stökkva þeim á braut. En þó að Snorri hafi verið goði og þar með gegnt stöðu sem hafði væntanlega eins konar trúarhlutverk í heiðnum sið er raunar hvergi getið um raunverulega trú hans í Eyrbyggja sögu, eða Brennu­Njáls sögu eða Kristni sögu. Orð hans og gjörðir eru jafn mikilli móðu hulin og þær annarsheimsvættir sem hann glímir við á Fróðá. Þeir sem hlýddu á Eyrbyggja sögu á 13. og 14. öld komust að lokum að því hvernig Fróðárundrum lauk en þeir eru aldrei upplýstir nákvæmlega hvað veldur þeim eða nákvæmlega hvers eðlis þau eru. Eins kemur aldrei fram hvort draugarnir tveir sem Snorri nefnir til í bardaganum á alþingi séu almennt taldir á sveimi á Þingvöllum á sögutímanum eða hvers vegna Snorri eignar þeim þrengslin sem hann veldur sjálfur. Undrin eru og verða undur. Það er full ástæða til að taka til rækilegrar skoðunar þær yfirborðslegu andstæður sem finna má í hegðun eins miðaldagoða sem talinn hefur verið jarðbundinn og íhugull skynsemdarmaður sem skilur náttúrulögmál en er samt boðinn og búinn að taka þátt í að særa burtu illa anda og drauga og nefnir án þess að hika til óvættir sem þátttakendur í bardaga á alþingi þegar það þjónar málstað hans. Þó er mikilvægt að hafa í huga að þegar kemur að hinu yfirnáttúrlega er ekki endilega við því að búast að miðaldamaðurinn sé samkvæmur sjálfum sér eða að gjörðir hans verði endilega skildar til fulls. * Í glímu okkar nútímafræðimanna við hið yfirnáttúrulega myndaðist snemma sú hefð að flokka það á mjög svipaðan hátt og náttúrufræðingar flokka lífverur. Þetta má glöggt sjá í Íslenskum þjóðsögum og æfintýrum Jóns Árnasonar sem öðrum bókum fremur hefur mótað viðhorf okkar íslenskra 20. og 21. aldar manna til yfirnáttúrulegra afla og vætta. Það merka rit kom fyrst út í Leipzig árið 1862 og var tileinkað sjálfum Jakob Grimm, einum merkasta málfræðingi og þjóðfræðingi 19. aldar. Þó að safnið væri ættað frá Jóni Árnasyni bjó hann textann ekki til prentunar og formálann ritaði Guðbrandur Vigfússon en flokkunarkerfið sem notað var við niðurskipan efnis var frá þýska fræðimanninum Konrad Maurer. Fyrstu flokkarnir þrír eru goðfræðisögur (sem flestar eru álfa­ eða tröllasögur), draugasögur og galdrasögur. Það er vitaskuld óhjákvæmilegt í prentaðri bók að skipa efninu niður og til þess þarf kerfi en smám saman öðlast kerfið eigið líf og sú hugmynd tekur að myndast að yfirnáttúrulegar verur verði flokkaðar jafn eðlilega og lífverurnar í ríki náttúrunnar og þannig geti sögur ýmist verið tröllasaga, draugasaga og galdrasaga en aldrei allt þetta. Þessi hugmyndafræði er inn­ blásin úr náttúrufræði 18. og 19. aldar og flokkunarmenn eins og Maurer eru á sinn hátt arftakar náttúruvísindamanna eins og Carls Linné Upp­ salagoða sem bjó til flokkunarkerfi dýrafræðinnar þar sem hvert dýr er sinnar tegundar. Í hinu vísindalega hugsanakerfi hlýtur hver yfirnáttúruleg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.