Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 21
H v e r j u r e i d d u s t g o ð i n ? TMM 2012 · 2 21 segir söguna, heyri fortíðinni til en sé óviðeigandi í nútíðinni. Einnig er greinilegt að forneskja og kristni eru sannar andstæður. Þó að heiðnir siðir og hindurvitni lifi samtíða kristninni er þeirri rétta staður í fortíðinni, meðal heiðinna forfeðra. Þótt fátíð séu í Eyrbyggja sögu eru galdrar og fjölkynngi tíðustu hugtökin í norrænum fornritum um þær athafnir sem einnig má kalla tröllskap og forneskju. Galdrar eru heldur hlutlausara orð en hin og virðist eiga sér upp­ haf í sjálfri helgiathöfninni og þeim hljóðum sem þar eru kveðin – „galdra þú mér gal“, segir í Grógaldri, og í Laxdæla sögu „kveða“ Kotkell og Gríma fræði sín „en það voru galdrar“ og eins má sjá þessa merkingu orðsins í orustukenningunni um orðið (en í slíkum kenningum fara gjarnan saman vopn sem pars pro toto og síðan hávaði, sverða dynur). Í sögunum má sjá dæmi um að hugtakið galdur sé notað sem samheiti og hliðstætt við forn- eskju og fjölkynngi og stöku sinnum fara saman „galdrar og gerningar“ sem er þó fremur sjaldgæft orð í þessari merkingu (við þekkjum það helst um veður sem talið er sent af galdramönnum og öðrum tröllum) en tengist greinilega því hvernig hinir fjölkunnugu menn móta heiminn og nátt­ úrulögmálin að eigin vild með kynstrum sínum og kukli (svo að ég grípi til enn fleiri miðaldaorða um galdur sem ekki gefst þó tími til að ræða nánar að þessu sinni). Þó að orðið fjölkynngi komi eins og áður sagði ekki fyrir í Eyrbyggja sögu er hin vísa Geirríður „margkunnig“ (enda líka kölluð tröll í sögunni) og það orð hefur augljóslega svipaða merkingarauka sem raunar tengjast grundvallarmerkingu orðsins; þetta orð vísar ekki til aldurs þekk­ ingarinnar heldur umfangs hennar. Þegar fjölkynngin er numin er sóst eftir þekkingu, visku og lærdómi sem er umfram það eða handan þess sem venjuleg manneskja ræður við. Enda kemur víða fram í sögunum að fjölkynngi sé kennd, bæði af yfirnáttúrulegum verum og manneskjum sem virðast vera af sömu tegund og við hin en ráða þó yfir galdri og eru að því leyti óvættir eða yfirnáttúrulegar verur. Samt er enginn vafi á að þekking sú hin eftirsótta er ill, saman fara „illska og fjölkynngi“, „eitur og fjölkynngi“, „grimmd og fjölkynngi“ og þessi þekking er heiðin í eðli sínu líka; orðið er notað um Óðin og visku hans í Heimskringlu þar sem hann fremur seið en þeirri fjölkynngi, er framið er, fylgir svo mikil ergi að eigi þótti karlmönnum skammlaust við að fara og var gyðjunum kennd sú íþrótt. Notkun orðsins í norrænum heimildum sýnir einnig ótvírætt að þekking kennd við fjölkynngi er ekki aðeins mikil þekking heldur þarf hún að vera yfirnáttúrulegs eðlis, sambærileg við galdur, gerninga, kúnstir og kuklaraskap, orð sem gjarnan koma fyrir í nálægð við fjölkynngina. Áður var minnst á frasann „ekki einhamur“ Hann er lykilatriði þegar kemur að hinu yfirnáttúrulega. Í göldrum, fjölkynngi og tröllskap virðast verða einhvers konar hamskipti eins og Strömbäck lýsti í ritgerð sinni um seiðinn. Seiðinn er þó ekki hægt að aðgreina frá göldum og fjölkynngi almennt því að oft eru þessi orð (og tröllskapurinn líka) eins konar samheiti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.