Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 28

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 28
H a u k u r I n g va r s s o n 28 TMM 2012 · 2 traustum fótum“.5 Þrátt fyrir þessa niðurstöðu fær bókin enga fljótafgreiðslu hjá Birni sem staldrar við ýmislegt sem hann telur eftirtektarvert. Jón Yngvi Jóhannsson og Sigríður Albertsdóttir voru jákvæðari; Sigríður tiltók ann­ marka en sagði strákinn mundu spjara sig en Jón Yngvi vildi meina að Sölvi Björn hefði fráleitt skrifað gallalausa skáldsögu en þarna væri á ferðinni „byrjendaverk eins og byrjendaverk eig[i] að vera“.6 „Þú ert frekar forn / og fríkí“ Þegar þarna er komið sögu hafði Sölvi Björn lokið BA­prófi í íslensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Á næstu árum dvaldi hann m.a. á Englandi, Spáni og í Skotlandi þar sem hann lauk námi í útgáfufræðum við University of Stirling árið 2005. Það ár kom Gleðileikurinn djöfullegi út, ljóðabálkur sem greinir frá næturbrölti ungskáldsins Mussju í Reykjavík. Titillinn er útúrsnúningur á heiti hins Guðdómlega gleðileiks Dantes (1265– 1321) sem skiptist í þrjá hluta; Helvíti, Hreinsunareldinn og Paradís. Hver hluti skiptist svo aftur í 33 kviður ortar undir tersínu­hætti auk formála. Í bálki sínum horfir Sölvi Björn einkum til fyrsta hlutans hjá Dante sem nefndur hefur verið Vítisljóð upp á íslensku: „Tengslin við Guðdómlega gleðileikinn eru bæði fastbundin og lausbundin. Þau eru fastbundin að því leyti að strúktúrinn er tekinn þaðan. Það eru níu hringir á leið til Helvítis sem verða níu barir í Reykjavík hjá mér, hátturinn er sá sami og kviðurnar jafnmargar. Kortið af Helvíti er nánast eins og kortið af Laugaveginum með sínum hliðargötum þannig að það eru einhverjar samsvaranir sem eru hreinar og klárar tilviljanir en var skemmtilegt að geta gert part af sviðsetningunni. Aðalpersónan í Gleðileiknum djöfullega fer niður þessa heljarslóð með fylgdarmanni, sem í hans tilviki er Dante, þannig að þar er leikur með textatengsl, bókmenntaleg áhrif og annað slíkt. Dante fór hins vegar í gegnum sitt víti með Virgli sem var líka leikur með nokkurs konar textatengsl. Frá ljóði til ljóðs er þó engin harðkjarna sam­ svörun við texta Dantes. Þetta er miklu frekar svona íklæðning konseptsins og úrvinnsla á því.“ Án þess að sett sé jafnaðarmerki milli Mussju og höfundar hans má finna hjá þeim fyrrnefnda visst bergmál þeirrar draummyndar sem Sölvi Björn aðhylltist á Parísarárum sínum. Hann er rómanískur sveimhugi og hálfgerð tímaskekkja: „Já, hann er það. Og það má alveg til sanns vegar færa að það er ákveðin fjarlægð milli þessa rómantíska sveimhuga og þess hvernig hægt er að lýsa honum í skáldskap. Það er hárfín írónísk lína milli ljóðmælandans og sögu­ persónunnar og svo kannski höfundarins sjálfs. Þetta eru þrjár raddir sem leika sér hver að annarri. Ég tók upp þetta klassíska form og fann nýjan vinkil á það. Í rauninni er það afbyggt um leið og unnið er í því. Sögupersónan er partur af formi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.