Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 33
„ M a ð u r þa r f e k k i a ð s k r i fa f y r i r s k ú f f u n a“
TMM 2012 · 2 33
hjá [honum], átti staðgott skjól í hjónarúmi og uppþvottavél …“16 Dáti leggst
í eymd og volæði, eyðir dögunum í sérrídrykkju og tarotspil með móður
sinni en þegar hún greinist með krabbamein og fær þann dóm að hún eigi
einungis þrjá til sex mánuði ólifaða tekur hann á sig rögg:
[R]aunveruleikinn hrifsaði mig til sín. Ég gekk um íbúðina og virti hana fyrir mér í
transkenndri vímu þess sem starir framan í vissuna um hið hverfula. Hver krókur
og kimi var eins og göng inn í fortíðina. Freud í rykformi. Ævisaga úr mólekúlum.
Líf mitt liðaðist hjá í hólógrami fortíðarbrota og án minnsta fyrirvara var ég gripinn
óstjórnlegum létti – þetta væri ekki endir alls, heldur nýtt upphaf. Sjálfur tíminn,
þessi ósamstæða kvoða af sviplausum dögum og sjálfsvorkunn varð að heildstæðri
óhagganlegri mynd sem stóð kristalskír fyrir augum mér. Héðan í frá yrði sérhver
dagur listaverk þar sem pensilstrokurnar tækju ekki mið af öðru en þessu: Að gera
Mömmu hamingjusama, síðustu dagana sem hún lifði.17
Dáti leitar að lækningu handa móður sinni og finnur að lokum heimasíðu
Libertas, meðferðar og líknarstofnunar á herragarðinum Láglandi í Hol
landi. Hann pantar umsvifalaust gistingu fyrir þau á lúxushóteli í Amsterdam
og síðan leggja þau í hann. Líferni mæðginanna eitt og sér virðist til þess
fallið að leggja fullfrískt fólk í gröfina en milli þess sem móðirin heimsækir
Lágland mála þau bæinn rauðan:
„Það eru mjög ýktar lýsingar inn á milli af þeirra svalli, það koma sér
staklega kaflar þar sem Dáti er mjög djúpt sokkinn í sitt volæði. Mér fannst
þetta vera leið til að draga mennskuna og lægðina í honum fram og sorgina
við það að missa fótanna við þessar öfgafullu aðstæður þar sem hann þarf
virkilega að standa sig. Þetta er í raun leið til að tjá að áskorunin er honum
ofviða og það er í raun ekkert hægt að enda lífið eftir einhverri uppskrift
eða ganga frá öllu samkvæmt einhverju fyrirfram skrifuðu handriti,
aðstæðurnar eru alltaf óvæntar og niðurstaðan aldrei sú sem maður býst við
og þetta bugar hann.“
Móðir Dáta, Eva Briem, er sterkari aðilinn í sambandi þeirra. Hún hefur
alltaf svör á reiðum höndum og þótt þau svör séu oftar en ekki hreinræktuð
vitleysa þá er hún svo viss í sinni sök að Dáta fallast hendur. En þó að Eva
hafi sína galla þá býr hún yfir aðdráttarafli og persónutöfrum. Maríanna
Clara Lúthersdóttir skrifaði t.d. á vefinn Druslubækur og doðrantar: „Eva
er yfirgengileg og í raun óalandi og óferjandi en hún er svo skemmtileg og
sönn að henni fyrirgefst allt […] mikið sem mér þykir leiðinlegt að geta ekki
fengið mér í glas með henni.“18 Í gegnum Evu fá lesendur líka innsýn inn í
hugarheim ákveðinnar kynslóðar sem segja má að standi í skugga þeirrar
sem kom á undan, aldamótakynslóðarinnar, og þeirrar sem fylgdi í kjölfarið,
68kynslóðarinnar:
„Í Evu Briem blundar einhver gamalgróinn líberalismi, einhver hluti af
frumviðjum hippahreyfingarinnar sem á sér samt föst ítök í eldri gildum
borgaramenningar 20. aldarinnar. Hún fæðist áður en frelsi og líberalismi,
eins og sonur hennar hefur alist upp við, verða norm. Henni er mjög