Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 45
S a m t a l y f i r t v ö þ ú s u n d á r TMM 2012 · 2 45 Prestur berháttaði. Hann skóf fituna í skinnpokanum og smurði sig frá toppi til táar. Þá klæddi hann sig í haminn […] Maðurinn brá fingrum inn í rifjahylkið, náði sér í hjartað, og lagði á tungu sína: – Þetta er eins og rjúpa, hugsaði séra Baldur, og smeygði húðinni yfir höfuð sér. Hann kyngdi slímugu tóuhjartanu, og það var sem eldingu lysti niður í hann – ÚT! (Sjón, 2005, bls. 113) Því næst krafsar Baldur, nagar, og grefur með kjafti og klóm uns hann kemst undan snjófarginu sem lokaði hann inni. Því nær sem hann kemst yfirborð­ inu, því meira verður í honum af dýrinu, en minna af manninum. Kominn upp á yfirborðið er hann orðinn að ref. Ummyndanir bæði Lýkaons og Baldurs Skuggasonar virka sem leiðrétt­ ing á útliti þeirra til samræmis við innrætið, þeir verða báðir að nöfnum sínum. Ummyndun þeirra í úlf og ref er framhald af andlegu ástandi þeirra því sálin er áfram sú sama þó hún hverfi inn í annan líkama. Í samræmi við heimspeki Pýþagórasar sem áður var lýst eru þeir áfram sömu grimmu óþokkarnir en hafa einfaldlega breyst hið ytra. Ekki nóg með það, heldur undirstrikar birtingarmynd þeirra sem rándýr grimmd þeirra og græðgi. Samkvæmt Pýþagórasi, sem annars gerir ekki virðingarmun á dýrum og mönnum, eru þau dýr óæðri sem eru sólgin í blóðuga fæðu; þau eru að eðlis­ fari gráðug, hömlulaus, grimm og ótamin. Enda gætu í hinum étnu dýrum leynst sálir foreldra okkar eða bræðra. Veturinn og fönnin eru áberandi í frásögninni af leit Baldurs að skolla, og loks ummyndun hans sem á sér stað undir þykku snjólagi. Veturinn er enda rétti tíminn fyrir atburðina örlagaríku, því í Ummyndunum Óvíðs líkir Pýþagóras vetrinum við lokaárstíðina í æviferli mannsins; þá er komið að lífslokum og sálin leitar annað. Hinn aldurhnigni vetur er „hrösull í spori og óstyrkur, hárlokkar hans hrundir eða hvítir þeir sem eftir eru“ (Ovidius, 2009, bls. 414). Það er því vel við hæfi að ummyndun séra Baldurs sé búin umgjörð vetrarins, snjóa og kulda. Það er áberandi ólíkt hvernig ummyndanir Baldurs og Öbbu eiga sér stað og hversu náið lesandanum er boðið að fylgjast með. Hin gróteska og nákvæma lýsing á ummyndun Baldurs fyllir út í myndina af persónu hans og undirstrikar grimmd hans og harðýðgi. Það er gert með því að sýna lesand­ anum miskunnarleysið og viðbjóðinn í umbreytingunni. Á sama hátt undir­ strikar ummyndun Öbbu persónu hennar; þar er um að ræða himneska, kyrrláta umbreytingu, nánast guðlega. „Abba-íbó!“ Abba er mikilvægasta persóna verksins, og sú sem mest knýjandi spurning þess snýst um; hvort fatlað fólk sé yfirleitt velkomið í þennan heim og hvernig móttökur það fær – í verkinu er skrifað um upprisu hins veikbyggða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.