Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 120
Á s t r á ð u r E y s t e i n s s o n 120 TMM 2012 · 2 Ljóðmælandi segir m.a.: „manneskjan hefur jú séð í mér dugnaðarskepnu“ (BAS xx). Á tveimur stigum handrits ráðlagði ég skáldinu að sleppa þessu jú­i. Þegar hann í seinna skiptið sagði á sinn ljúfmannlega hátt að hann ætlaði að „skoða þetta“, vissi ég að hann myndi halda traustataki í þetta „jú“. Ég var stöku sinnum smeykur við að ljóðlínur fengju á sig of mikið rabbsnið. Eins sagði ég Jónasi stundum að mér fyndist hann halda um of aftur af þeirri frjóu myndgáfu sem hann bjó yfir sem ljóðskáld. Með því er ég ekki að finna að þeim frásagnarbrag sem er á ýmsum ljóða Jónasar, því að hann gat ort slík ljóð með þeim hætti að upp byggðist bráðlifandi myndheimur. Ég nefni sem dæmi hið áhrifaríka ljóð „Kjúkling, fisk, bjór …“ í nýju bókinni (BAS 34). Þar er Jónas enn að vinna úr minningum sínum frá dvölinni í Gvatemala fyrir aldarfjórðungi. Veðrið og dauðinn Hvað myndmálið varðar má ef til vill líta svo á að Jónas hafi viljað virða myndbyggingu náttúrunnar sjálfrar og viðurkenna hve háður maðurinn er henni og hinu sívirka en stundum ófyrirséða afli hennar. Í ljóðinu „Vakan“ í Andartaki á jörðu (AÁJ 33) segir af manni sem „situr með bakið að kofahrófi / litlum hól uppúr túninu“ (jörðin er kannski á góðri leið með að endurheimta þetta mannvirki). Hann „styður augum við fjöll inn til landsins“. Ýmsir hafa ort um náttúrusýn sem gagntekur áhorfanda, en það vekur athygli hvernig hér er dregið úr „valdi sjónarinnar“. Þessi áhorfandi leggur sjónarsviðið ekki undir sig, heldur notar augun til að styðjast við umheim sinn. Einungis með slíkri auðmýkt nemur mannskepnan seiðmagn náttúrunnar. Í bókinni The Song of the Earth (sem er þekkt dæmi um vistrýni í bókmenntafræði), fjallar breski fræðimaðurinn Jonathan Bate í einum kafla um þátt veðursins í ljóðagerð rómantísku skáldanna á nítjándu öld. Með hliðsjón af verkum annars fræðimanns, Frakkans Michels Serres, bendir Bate á herferð upplýsingarinnar gegn veðrinu. Nútíminn hefur ekki síst gengið út á að draga úr áhrifum veðursins á daglegt líf okkar. „En náttúran er ekki stöðug. Veðrið er frumteikn breytileika hennar“ og veðrið staðfestir jafnframt náin tengsl náttúru og menningar, segir Bate.10 Kannski má Jónas að þessu leyti kallast arfþegi rómantíkurinnar. Hann gengst við veðrinu; það er hluti af umhverfinu í ljóðum hans, hann dregur fram hvernig það orkar á skilningarvitin og jafnframt „slær því inn“, ef svo má segja. Innra líf ljóðmælenda, náttúrufar huga jafnt sem líkama, er háð veðrabrigðum. Það tengist bernskumyndum; samræðan við það hefur staðið frá byrjun. Upp­ hafsljóð fyrstu bókarinnar heitir „Tvísöngur“ og hefst svo: „lárétt erindi / hins ókomna þylur nepjan“; fjall rís upp af ströndinni og er fast fyrir og þar vex einnig barn sem „kastar steini / í glaðbeitta öldu“ (ÍJB 7). Þessa barns bíða mörg veður og undarleg. Í öðru ljóði í sömu bók snjóar (ÍJB 27):
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.