Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 40
S t e i n u n n I n g a Ó t t a r s d ó t t i r 40 TMM 2013 · 1 náðst né fundizt rekin á þurru landi eftir umbrot í ánum o.þvl. Eiga menn að skella skollaeyrum við öllu slíku sem heilaspuna og hjátrúargrillum?“ (184). Sveinn á erfitt með að koma sam an vísindalegri heimsmynd sem honum var kynnt í háskóla og þeirri náttúrudulhyggju og þjóðtrú sem hann þekkti úr uppvextinum. Fleiri upp lýsingarmenn stóðu frammi fyrir svipuðum vanda. Saga myndunar hafs og landa var mönnum til dæmis óljós á þessum tíma og Sveinn telur að Ísland hafi myndast við náttúruhamfarir stuttu eftir að Guð lauk við að skapa heiminn. „Hvort mun náttúran eigi í þessu sem öllu öðru hafa ákveðin, órjúfanleg takmörk, sem hún hefur öðlazt fyrir ævalöngu, ef til vill skömmu eftir að almættið skildi þurrlendið frá votlendinu?“ (Sveinn Pálsson, 1983:429). Sveinn taldi, eins og aðrir menntaðir menn tíðarinnar, að allt væri meira eða minna runnið undan rifjum herra sköpunarverksins. Sú hug mynd er í anda píetismans, ríkjandi guðfræðistefnu á tímum upp- lýsingarinnar, en samkvæmt henni setti guð veröldinni forðum lögmál og þaðan í frá bar manninum að sjá um að allt gengi sinn vanagang. Almættið trónaði efst í skipulagi heimsins. Vísindin og maðurinn voru undirsátar þess og höfðu það hlutverk að skýra heiminn og túlka hann út frá Guði og kennisetningum kirkjunnar. Sveinn áleit líkt og aðrir vísindamenn þessa tíma að náttúran væri gerð af Guði fyrir manninn og að rannsóknir á til dæmis myndunarsögu jarðar og fræðaiðkanir ýmsar næðu aðeins til þess veruleika sem skynsemin gæti kannað. Þegar henni sleppti tók opinberunin við, hið óútskýranlega var á umráðasvæði Guðs. Sveinn lítur svo á að Guð hafi líf hans í hendi sér, örlög hans séu ráðin og hann geti ekki rönd við reist. Þetta viðhorf birtist vel í sjálfsævisögu hans. Um það leyti sem hún er rituð stígur manneskjan fram sem sjálfráð skynsemis- vera í bókmenntum og sálarlífi. Michel Foucault hefur fjallað um hvernig sjálfs veran verður til (Eiríkur Guðmundsson, 1998). Fyrir upplýsinguna ríkti ósjálfræði í huga fólks, menn höfnuðu sjálfinu og hlýddu yfirboðurum sínum, sættu sig við vald og skelltu skuldinni á aðra ef ekki rættist úr. Síðan fór að örla á nútímalegu viðhorfi eða viðleitni til að nota hyggjuvitið í anda upplýsingarinnar, sbr. kjörorð hennar: Sapere Aude! Einhvers konar sjálfs- vitund kom til sögu, einhver óljós vissa um sérstöðu og siðferðilega valkosti. Samtíminn, einstaklingurinn sjálfur, lífshlaup hans og örlög hlutu smátt og smátt sess sem verðugt viðfangsefni bókmennta. Ekki gripu íslenskir upp- lýsingarmenn þetta beinlínis á lofti. Fram kemur víða í bréfum, sjálfsævi- og ferðasögum upplýsingarmanna að þeir eru heldur svartsýnir, uppburðar- lausir, taka hvorki af skarið né bera ábyrgð á eigin lífi. Sjálfsveran er bæld og beitir ekki hyggjuviti sínu, hún er þolandi en ekki gerandi. Þetta má glöggt sjá í sjálfsævisögu Sveins. Sveinn ritaði sjálfsævisögu sína síðasta árið sem hann lifði, 78 ára gamall. Hún er ófullgerð og rituð í tímaröð en hann var kominn að árinu 1828 þegar yfir lauk. Hann náði ekki að skrifa neitt fallegt um eiginkonu sína, Þórunni Bjarnadóttur Pálssonar. Hún andaðist 11. apríl 1836 úr því sem Sveinn nefnir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.