Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 60
M i l a n K u n d e r a 60 TMM 2013 · 1 óinnblásna hlið sem varð til þess að Debussy sagði að eftir Beethoven hafi sinfóníur orðið „samviskusamlegar og stífar æfingar“ og að tónlist Brahms og Tsjækovskís „rífist um að hafa einkaleyfi á leiðindunum“. 5 Þessi innbyggða tvískipting gerir ekki tónlist klassíkurinnar og róman- tíkurinnar neitt ómerkilegri en tónlist frá öðrum tímum; listin á öllum tímum glímir við úrlausnarefni varðandi uppbyggingu; það er hún sem á að hvetja höfundinn til að finna áður óþekktar lausnir sem verður til þess að hriktir í þróun formsins. Raunar var tónlistin á síðara skeiðinu meðvituð um þetta. Beethoven: hann gæddi tónlistina meiri ákafa í tjáningu en þekkst hafði fyrir hans tíma og á sama tíma er það hann umfram alla aðra sem mótaði tæknina við að semja sónötu: þessi tvískipting hefur því lagst sérlega þungt á hann; til að yfirstíga hana (án þess að hægt sé að segja að það hafi alltaf tekist hjá honum) bjó hann til ýmsar aðferðir: til dæmis með því að ljá tónefninu sem liggur handan við þemun, skalann, brotna hljóma, millikafla og niðurlag, ótrúlega mikla tjáningu; eða þá (til dæmis) með því að gefa tilbrigðaforminu aðra merkingu sem áður hafði einungis verið tæknileg snilld, og afar léttúðug að auki: rétt eins og sama sýningarstúlkan væri látin ganga eftir pallinum aftur og aftur í ólíkum kjólum; Beethoven sneri merkingu þessa forms við og spurði: „hvaða möguleikar felast í stefi varðandi laglínu, hrynjandi, harmóníu?“ Hversu langt er hægt að ganga í því að breyta hljómi stefs án þess að breyta eðli þess? Og þar með, hvert er þetta eðli? Með því að spyrja þessarar spurningar, tónrænt, hefur Beethoven ekki þörf fyrir neitt af því sem tilkoma sónötu- formsins hafði í för með sér, hvorki brýr, úrvinnslu né uppfyllingu; hann fer ekki í eina einustu sekúndu út fyrir það sem honum finnst vera aðalatriði, út fyrir ráðgátuna um stefið. Það væri áhugavert að kanna alla tónlist tuttugustu aldarinnar sem tilraun til að yfirvinna tvískiptinguna í henni. Í þessu sambandi verður mér hugsað til þess sem ég myndi kalla aðferðafræði Chopins. Rétt eins og Tjékhov skrifaði enga skáldsögu sniðgekk Chopin umfangsmikil verk og samdi nánast eingöngu stutt verk sem hann safnaði saman í hefti (masúrkar, pólónesur, noktúrnur, o.s.frv.). (Nokkrar undantekningar sanna regluna: konsertar hans fyrir píanó og hljómsveit eru slappir.) Hann gekk því gegn tíðarandanum sem leit svo á að það væri nauðsynlegur mælikvarði á mikil- vægi tónskálds að semja sinfóníu, hljómsveitarverk eða kvartett. En það er einmitt með því að koma sér undan þessum mælikvarða sem Chopin skapaði verk, ef til vill það eina frá hans tíma, sem hefur ekkert elst og er allt lifandi, nánast undantekningarlaust. Aðferðafræði Chopins útskýrir það hvers vegna mér finnst umfangsminni, lágstemmdari verk eftir Schumann, Schubert, Dvorak, Brahms vera meira lifandi, fallegri (stundum mjög falleg)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.