Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Qupperneq 66
M i l a n K u n d e r a
66 TMM 2013 · 1
Mann útskýrir að bygging Töfrafjallsins sé tónræn, byggð á stefjum sem
unnið er úr eins og gert er í sinfóníu, þau koma aftur, víxlast, ganga í gegnum
alla skáldsöguna. Það er rétt, en það verður að taka fram að orðið stef hefur
ekki alveg sömu merkinguna hjá Mann og hjá Musil. Í fyrsta lagi eru stefin
hjá Mann (tíminn, líkaminn, veikindin, dauðinn, o.s.frv.) unnin áfram fyrir
framan bakgrunn sem er ekki með neinum stefjum (lýsingar á stöðum, tíma,
siðum, persónum) á svipaðan hátt og stef í sónötu eru ofin inn í tónlist sem
er utan við stef, brýr og millikafla. Síðan einkennast stefin hjá honum mjög
af margsögu, sem þýðir: Mann notar allt það úr vísindunum – félagsfræði,
stjórnmálafræði, læknisfræði, grasafræði, eðlisfræði, efnafræði – sem getur
varpað ljósi á þetta eða hitt stefið; rétt eins og hann vildi með þessari útlistun
á vísindunum fyrir almenning búa til traustan fræðilegan grunn til að greina
stefin; þetta gerist of oft og í köflum sem eru of langir, og er til þess fallið að
færa skáldsöguna frá því sem mestu skiptir því að, höfum það hugfast, það
sem mestu máli skiptir í skáldsögu er einungis hægt að segja í skáldsögu.
Greiningin á stefinu er öðruvísi hjá Musil: í fyrsta lagi er ekkert marg-
sögulegt við hana; skáldsagnahöfundurinn þykist ekki vera vísindamaður,
læknir, félagsfræðingur eða sagnfræðingur, hann greinir mannlegar kringum-
stæður sem ekki eru hluti af einhverri vísindagrein, heldur einfaldlega hluti
af lífinu. Þannig skildu Broch og Musil hið sögulega hlutverk skáldsögunnar
eftir hið sálfræðilega raunsæi: úr því að evrópsku heimspekinni hefði mis-
tekist að hugsa mannslífið, hugsa hið „háspekilega áþreifanlega“ við það, þá
kæmi loks til kasta skáldsögunnar, að hasla sér þennan auða völl til fram-
búðar sem ekkert gæti leyst hann af á (nokkuð sem tilvistarheimspekin
sannaði með því að stefna í þveröfuga átt; því greining á tilverunni getur ekki
orðið kerfi; tilveran er ókerfisbundin og Heidegger, sem var mikill ljóðaunn-
andi, hafði rangt fyrir sér að veita ekki athygli sögu skáldsögunnar þar sem
stærsta fjársjóð viskunnar um tilveruna er að finna).
Í öðru lagi, öfugt við Mann, verður allt að stefi (tilvistarspurningum)
hjá Musil. Og ef allt verður að stefi hverfur bakgrunnurinn og allt verður
í forgrunni rétt eins og í kúbísku málverki. Það er í þessu afnámi bak-
grunnsins sem ég sé þá byltingu byggingarinnar sem Musil stóð að. Oft
láta stórfelldar breytingar lítið yfir sér. Og hugleiðingarnar eru svo langar,
hrynjandi setninganna er svo hæg að Maður án eiginleika virðist vera „hefð-
bundinn“ prósi. Enginn umsnúningur á tímaröð. Ekkert innra samtal eins
og hjá Joyce. Ekkert verið að leggja af greinarmerkjasetningu. Ekki verið að
eyðileggja persónuna eða atburðarásina. Í um það bil tvö þúsund blaðsíður
fylgjum við lágstemmdri sögu ungs gáfumanns, Ulrichs, sem á nokkrar
ástkonur, hittir nokkra vini, og vinnur hjá samtökum sem eru í senn alvarleg
og fáránleg (það er í því sem skáldsagan færir sig svo lítið ber á frá því að
vera trúverðug og verður leikur) og hafa það hlutverk að undirbúa hátíðahöld
í tilefni af því að keisarinn á afmæli, mikla „friðarhátíð“ sem stendur til að
halda (grínsprengja sem smeygt er undir grunnstoðir skáldsögunnar) árið