Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 68
M i l a n K u n d e r a 68 TMM 2013 · 1 skáldsögu. Í þessu verki datt ég niður á hina gömlu aðferðafræði Chopins, aðferðafræði litla verksins sem hefur enga þörf fyrir hluta sem ekki eru með stefjum. (Þýðir það að smásagan sé litla útgáfan af skáldsögunni? Já. Það er enginn eðlismunur á að skrifa smásögu eða skáldsögu, en það er hins vegar tilfellið með skáldsögu og ljóð, og skáldsögu og leikrit. Við erum fórnarlömb tilviljanakennds orðaforða og höfum ekki eitt orð sem nær yfir formin tvö, það stóra og það litla, af sömu listinni.) Hvernig tengjast þau, þessi sjö litlu verk, ef ekki í gegnum atburðarásina? Það eina sem tengir þau saman, sem gerir þau að skáldsögu, er eining sömu stefjanna. Þannig varð líka önnur gömul aðferðafræði á vegi mínum: aðferðafræði Beethovens með tilbrigði; það var henni að þakka að ég gat verið í beinu og stöðugu sambandi við nokkrar tilvistarspurningar sem heilla mig og eru kannaðar smátt og smátt fá ýmsum sjónarhornum í þessari til- brigðaskáldsögu. Það hvernig smátt og smátt er unnið úr stefjunum fylgir ákveðinni rökvísi og það er hún sem ákveður það hvernig hlutarnir tengjast. Til dæmis: fyrsti hlutinn (Týndu bréfin) fjallar um stefið um manninn og mannkynssöguna eins og það er í grundvallaratriðum: maðurinn sem lendir í árekstri við mannkynssöguna og kremst undir henni. Í öðrum hlutanum er stefinu snúið við: mömmu finnst koma skriðdrekanna smáræði í samanburði við perurnar í garðinum hennar („skriðdrekarnir eru forgengilegir, peran er eilíf“). Sjötti hlutinn (Englarnir) þar sem aðalpersónan, Tamína, drukknar gæti virst sorglegur endir á skáldsögunni; en skáldsögunni lýkur ekki þar, heldur í næsta hluta á eftir sem er hvorki sláandi, átakafullur né sorglegur; hann fjallar um kynlíf nýrrar persónu, Jans. Stefið um mannkynssöguna kemur þar fyrir stuttlega í síðasta sinn: „Jan átti vini sem höfðu flust úr landi eins og hann og helguðu baráttunni til að frelsa það aftur allan sinn tíma. Allir höfðu þeir fundið fyrir því fyrr eða síðar að þau bönd sem tengdu þá við land þeirra voru blekking ein og að það var einungis af gömlum vana sem þeir þóttust geta fórnað lífinu fyrir eitthvað sem þeim stóð gersamlega á sama um.“ Það er komið að þeim háspekilegu landamærum (landamæri: annað stef sem unnið er úr í skáldsögunni) þar sem öll merking leysist upp þegar farið er yfir þau. Eyjan þar sem Tamína endar sína sorglegu ævi var undirlögð hlátri (annað viðfangsefni) englanna, en í sjöunda hlutanum hljómar „hlátur djöfulsins“ sem breytir öllu (öllu: mannkynssögunni, kyn- lífinu, harmleikjunum, o.s.frv.) í hjóm eitt. Það er ekki fyrr en þar sem stefin eru komin á enda að hægt er að ljúka bókinni. 12 Í þeim sex bókum sem Nietzsche skrifaði sem fullþroska höfundur (Aurore, Mannlegur, of mannlegur, Hin gleðilega viska, Handan góðs og ills, Erfðafræði siðferðisins, Myrkur átrúnaðargoðanna) vinnur hann með, þróar, fágar,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.