Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 71
A f v e r k u m o g k ö n g u l ó m TMM 2013 · 1 71 blæbrigðum við tilbrigðið á undan og ljær þessum langa þætti einstaklega tónræna heild. Því fullkomnari eining sem hvor þessara þátta er, því meiri andstæða er hann við hinn. Lengdin er mismunandi: fyrri þátturinn (leikinn af Schnabel): 8 mínútur 14; sá seinni: 17 mínútur 42. Seinni hluti sónötunnar er því meira en helmingi lengri en sá síðari (áður óþekkt í sögu sónötunnar)! Og þar að auki: fyrri þátturinn er dramatískur, sá síðari rólegur, íhugull. En að byrja með dramatískum hætti og enda með svo langri hugleiðingu virðist ganga í berhögg við allar meginreglur byggingarinnar og dæma sónötuna til að missa alla þá dramatísku spennu sem áður hafði verið Beethoven svo kær. En það er einmitt þetta óvænta nábýli þáttanna tveggja sem verður tjáningarfullt, talar, verður hin táknræna athöfn sónötunnar, myndhverfð merking sem gefur til kynna mynd um erfitt, stutt líf og saknaðarsöng sem fylgir í kjölfarið, endalaust. Þessi myndhverfða merking sem ekki var hægt að orða og var samt sterk og áköf, ljær þessum tveimur þáttum einingu. Óvið- jafnanlega einingu. (Það var endalaust hægt að herma eftir ópersónulegri byggingu sónata Mozarts; bygging sónötu ópus 111 er svo persónuleg að það væri stuldur að reyna að herma eftir henni.) Sónata ópus 111 gerir það að verkum að mér verður hugsað til Villtra pálma eftir Faulkner. Þar er skipt á milli sögu um ástir og sögu strokufanga, frásagnir sem eiga ekkert sameiginlegt, engin persóna og jafnvel ekkert viðfangsefni sameiginlegt. Bygging sem enginn annar skáldsagnahöfundur getur notað sér sem fyrirmynd; getur aðeins verið til einu sinni; er geðþótta- ákvörðun, og ekki er hægt að mæla með, óréttlætanleg; óréttlætanleg því bak við hana heyrir maður es muss sein sem gerir alla réttlætingu óþarfa. 15 Með því að hafna kerfinu breytir Nietzsche í grundvallaratriðum aðferðum manna til að stunda heimspeki: eins og Hanna Arendt hefur skilgreint er hugsun Nietzsches tilraunahugsun. Fyrsta viðbragð hans er að grafa undan því sem er stirðnað, sprengja upp kerfi sem almennt eru samþykkt, opna glufur til að hætta sér inn í hið ókunna; heimspekingur framtíðarinnar verður tilraunakenndur, segir Nietzsche; frjáls til að fara í ýmsar ólíkar áttir sem geta jafnvel verið andstæðar. Enda þótt ég sé hlynntur því að hugsun sé sínálæg í skáldsögum þýðir það ekki að ég sé hrifinn af því sem kallað er „heimspekileg skáldsaga“, það að láta skáldsöguna þjóna tiltekinni heimspeki, það að „fella í frásögn“ hugmyndir um siðferði eða stjórnmál. Ekta skáldsöguleg hugsun (eins og skáldsagan hefur þekkt hana allt frá tímum Rabelais) er ævinlega ókerfis- bundin; óþekk; hún liggur nærri hugsun Nietzsches; hún er tilraunakennd; hún býr til glufur í öll hugmyndakerfi sem umlykja okkur; hún kannar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.