Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Side 72
M i l a n K u n d e r a 72 TMM 2013 · 1 (einkum fyrir tilstuðlan persóna) allar leiðir til hugleiðinga með því að fylgja þeim öllum út á endastöð. Hér er aðeins meira um kerfisbundna hugsun: sá sem hugsar hefur ósjálfrátt tilhneigingu til að vera kerfisbundinn; það er hin eilífa freisting hans (jafnvel mín, jafnvel þegar ég er að skrifa þessa bók): freistingin til að lýsa öllum afleiðingum hugsunar sinnar; sjá fyrir allar athugasemdir og hrekja þær fyrirfram; girða hugmyndirnar þannig af. En sá sem hugsar má ekki reyna að sannfæra aðra um það að hann hafi rétt fyrir sér; þannig væri hann kominn inn á braut sannleikans; inn á hina ömurlegu braut „skoð- anafasta mannsins“; stjórnmálamenn hæla sér gjarna af slíku. En hvað er sannfæring? Það er hugsun sem hefur stöðvast, stirðnað og „skoðanafastur maður“ er þröngsýnn maður; tilraunahugsun hefur ekki áhuga á því að sannfæra heldur veita innblástur; veita innblástur fyrir aðra hugsun, skekja hugsunina; þess vegna á skáldsagnahöfundur kerfisbundið að passa upp á það að hugsun hans verði ekki kerfisbundin, sparka í girðinguna sem hann hefur sjálfur sett upp í kringum hugsanir sínar. 16 Höfnun Nietzsches á kerfisbundinni hugsun hefur líka aðrar afleiðingar: gríðarlega stækkun á viðfangsefnum; skilrúmin milli hinna ólíku greina heimspekinnar sem höfðu komið í veg fyrir að menn sæju hinn raunverulega heim í allri sinni víðáttu hrundu og þar með getur allt mannlegt orðið við- fangsefni hugsunar heimspekingsins. Þetta gerir líka það að verkum að heimspekin færist nær skáldsögunni: nú er heimspekin í fyrsta skipti ekki bara að hugsa um þekkingarfræði, fagurfræði, siðfræði, fyrirbærafræði andans, gagnrýni á skynsemina, o.s. frv., heldur um allt sem manninum viðkemur. Þegar sagnfræðingar og kennarar útskýra heimspeki Nietzsches er ekki nóg með að þeir smætti hana, það segir sig sjálft, heldur afskræma þeir hana með því snúa henni upp í andstæðu þess sem hún er, það er að segja kerfi. Í þeirra kerfisbundna Nietzsche, er þar pláss fyrir hugleiðingar um konur, um Þjóðverja, um Evrópu, um Bizet, um Goethe, um kitsið hjá Hugo, um Aristófanes, um léttleikandi stíl, um leiðann, um leikinn, um þýðingar, um auðsveipni, um það að eiga annað fólk og alla hugsanlega möguleika á slíkri eign, um vísindamenn og andlegar takmarkanir þeirra, um Schauspieler, leikara sem troða upp á sviði mannkynssögunnar, er pláss fyrir þúsund sál- fræðilegar athugasemdir sem hvergi annars staðar er að finna nema ef til vill hjá örfáum skáldsagnahöfundum? Musil færði skáldsöguna nær heimspekinni á sama hátt og Nietzsche færði heimspekina nær skáldsögunni. Þessi nálgun þýðir ekki að Musil sé eitt- hvað síður skáldsagnahöfundur en aðrir skáldsagnahöfundar. Rétt eins og Nietzsche er ekkert síður heimspekingur en aðrir heimspekingar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.