Tímarit Máls og menningar - 01.03.2013, Síða 72
M i l a n K u n d e r a
72 TMM 2013 · 1
(einkum fyrir tilstuðlan persóna) allar leiðir til hugleiðinga með því að fylgja
þeim öllum út á endastöð.
Hér er aðeins meira um kerfisbundna hugsun: sá sem hugsar hefur
ósjálfrátt tilhneigingu til að vera kerfisbundinn; það er hin eilífa freisting
hans (jafnvel mín, jafnvel þegar ég er að skrifa þessa bók): freistingin til
að lýsa öllum afleiðingum hugsunar sinnar; sjá fyrir allar athugasemdir og
hrekja þær fyrirfram; girða hugmyndirnar þannig af. En sá sem hugsar má
ekki reyna að sannfæra aðra um það að hann hafi rétt fyrir sér; þannig væri
hann kominn inn á braut sannleikans; inn á hina ömurlegu braut „skoð-
anafasta mannsins“; stjórnmálamenn hæla sér gjarna af slíku. En hvað er
sannfæring? Það er hugsun sem hefur stöðvast, stirðnað og „skoðanafastur
maður“ er þröngsýnn maður; tilraunahugsun hefur ekki áhuga á því að
sannfæra heldur veita innblástur; veita innblástur fyrir aðra hugsun, skekja
hugsunina; þess vegna á skáldsagnahöfundur kerfisbundið að passa upp á
það að hugsun hans verði ekki kerfisbundin, sparka í girðinguna sem hann
hefur sjálfur sett upp í kringum hugsanir sínar.
16
Höfnun Nietzsches á kerfisbundinni hugsun hefur líka aðrar afleiðingar:
gríðarlega stækkun á viðfangsefnum; skilrúmin milli hinna ólíku greina
heimspekinnar sem höfðu komið í veg fyrir að menn sæju hinn raunverulega
heim í allri sinni víðáttu hrundu og þar með getur allt mannlegt orðið við-
fangsefni hugsunar heimspekingsins. Þetta gerir líka það að verkum að
heimspekin færist nær skáldsögunni: nú er heimspekin í fyrsta skipti ekki
bara að hugsa um þekkingarfræði, fagurfræði, siðfræði, fyrirbærafræði
andans, gagnrýni á skynsemina, o.s. frv., heldur um allt sem manninum
viðkemur.
Þegar sagnfræðingar og kennarar útskýra heimspeki Nietzsches er ekki
nóg með að þeir smætti hana, það segir sig sjálft, heldur afskræma þeir hana
með því snúa henni upp í andstæðu þess sem hún er, það er að segja kerfi.
Í þeirra kerfisbundna Nietzsche, er þar pláss fyrir hugleiðingar um konur,
um Þjóðverja, um Evrópu, um Bizet, um Goethe, um kitsið hjá Hugo, um
Aristófanes, um léttleikandi stíl, um leiðann, um leikinn, um þýðingar, um
auðsveipni, um það að eiga annað fólk og alla hugsanlega möguleika á slíkri
eign, um vísindamenn og andlegar takmarkanir þeirra, um Schauspieler,
leikara sem troða upp á sviði mannkynssögunnar, er pláss fyrir þúsund sál-
fræðilegar athugasemdir sem hvergi annars staðar er að finna nema ef til vill
hjá örfáum skáldsagnahöfundum?
Musil færði skáldsöguna nær heimspekinni á sama hátt og Nietzsche færði
heimspekina nær skáldsögunni. Þessi nálgun þýðir ekki að Musil sé eitt-
hvað síður skáldsagnahöfundur en aðrir skáldsagnahöfundar. Rétt eins og
Nietzsche er ekkert síður heimspekingur en aðrir heimspekingar.