Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 11

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 11
H u g l e i ð i n g u m á f ö l l o g s j á l f s v í g s h u g s a n i r TMM 2015 · 3 11 eftir útskrift af geðdeildinni, þegar ég rakst fyrir tilviljun á bók um málefnið eftir breska guðfræðinginn Alister McGrath.15 Trúarupplifunin gerði mig einstaklega móttækilegan fyrir hugmyndum McGraths, þó að guðleysinginn tórði enn djúpt í hugarfylgsnunum. Þegar leið á árið 2005 fann ég hins vegar hvernig trúaráhuginn fjaraði smátt og smátt út. Var svo komið þá um haustið að sterk tilfinning var kviknuð sem öskraði á mig að áhuginn á sambandi trúar og vísinda gengi í grundvallaratriðum gegn lífsskoðun minni. Fékk ég bókstaflega óbragð í munninn í hvert skipti sem slíkar hugsanir kviknuðu. Guðleysið var að fullu endurreist. Camus Megnið af þessum tíma var ég illa haldinn af alvarlegum tilfinningalegum vandamálum, með tilheyrandi sjálfsvígshugsunum. Af hverju ætti ég að halda áfram að lifa í heimi sem öflug trúarleg reynsla getur ekki einu sinni gefið merkingu? Hér kemur greining franska rithöfundarins Alberts Camus (1913–1960) á hinum fjarstæða (absurd) heimi í Mýtu Sisyfosar (1942) til skjalanna. Í upphafi bókarinnar er lýsing sem kallast mjög vel á við reynslu mína af tilverunni eftir heimkomuna frá Afríku: Heimur sem jafnvel er hægt að útskýra með slæmum rökum er kunnuglegur heimur. En á hinn bóginn í alheimi sem skyndilega er sviptur tálsýnum og ljósum upplifir maður sig sem aðkomumann, ókunnugan. Engin lækning er til við útlegð hans því hann er sviptur minningunni um horfið heimili og voninni um fyrirheitna landið. Þessi aðskilnaður milli manns og lífs hans … er hin eiginlega fjarstæða upplifun.16 Heimurinn hrundi er ég kom heim til Íslands. Ég var einn með martröðum mínum. Meðvitundin um þetta kviknaði strax inni á einangrunarstofunni á Borgarspítalanum er ég sá vini mína í fyrsta sinn án hlífðarklæða og and- litsgrímu. Þarna stóðu þeir í kúrekastígvélum og með stóra beltissylgju. Ég var kominn í heim sem ég þekkti ekki lengur. Mér fannst allt sem ég sá bera vott um hégóma. Í þessum fjarstæða heimi er, að mati Camus, „einungis eitt raunverulegt heimspekilegt vandamál og það er sjálfsvíg“.17 Þegar ég las Mýtu Sisyfosar aftur nýlega fór sælustraumur í gegnum mig því enginn hafði áður komist nær því að lýsa tilveru minni en Camus. Hér er hvorki staður né stund til þess að fara djúpt ofan í vangaveltur rithöf- undarins.18 Rétt er þó að benda á tvö mikilvæg atriði: 1) Magn fjarstæðunnar sem einstaklingurinn upplifir er í réttu hlutfalli við fjarlægðina sem verður á milli hans og reynsluheimsins.19 2) Eina leiðin til þess að lifa í fjarstæðum heimi er að horfa sáttur á báða liði jöfnunnar, þ.e. sjálfan sig og hinn þögla heim.20 Einstaklingur sem ekki getur þetta hefur mögulega útgönguleið, það sem Camus kallar heimspekilegt sjálfsvíg.21 Hér finnur einstaklingurinn von og merkingu með því að leita á náðir guðstrúar, marxisma eða annars konar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.