Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 20
H j a l t i H u g a s o n
20 TMM 2015 · 3
Þrátt fyrir að hinum guðfræðilega mun á prestum og öðrum væri þannig
hafnað og um leið hlutverki presta sem meðalgangara Guðs og manna héldu
lútherskir prestar margháttaðri sérstöðu. Til þeirra voru gerðar sérstakar
kröfur um menntun, þeir gegndu áfram sérstöku hlutverki í kirkjunni og
nutu sérstakra réttinda í söfnuðinum sem einkum komu fram í fjölbreyttum
tekjustofnum þeirra sem sóknarbörnin urðu að standa skil á. Þá önnuðust
prestar margháttað eftirlit meðal safnaðarins eins og best kom fram í
húsvitjun þeirra. Þeir voru því áfram yfirvald þótt það hlutverk tengdist
þegar á leið fremur stöðu þeirra gagnvart ríkisvaldinu en Guði. Hér á landi
kann staða margra presta þó að hafa verið tvíbent þar sem þeir greindu sig
menntunarlega ekki á róttækan máta frá söfnuðinum en fram til 1847 var
aðeins krafist að þeir hefðu lokið latínuskólaprófi. Tekjur þeirra voru og
misjafnar og deildu margir prestar kjörum með bændum.12 Sumir þeirra
bjuggu líka við fátækt.13 Félagslega séð voru prestar þó lengi tengiliðir milli
hinnar „stóru menningar“, sem miðlað var með menntun og einkenndi
æðri stéttir Evrópu, og „litlu menningarinnar“ sem gekk frá einni kynslóð
alþýðufólks til annarrar og var miðlað með heimilisuppeldi.14 Margir prestar
litu því einkum á sig sem alþýðufræðara og urðu frammámenn í fræðslu-
málum þjóðarinnar þegar skólakerfi tók að þróast hér.15 Þá gegndu prestar
fjölmörgum félagslegum hlutverkum sem eðlilegt var að þeir öxluðu þar sem
þeir voru oft einu menntuðu menn héraðs síns.
Með aukinni almennri menntun og sérhæfingu á 20. öld glötuðu prestar
mörgum af þessum hlutverkum og urðu prestar í fullu starfi í stað þess að
vera jafnframt bændur. Einnig breyttist prestsímynd almennings og sjálfs-
mynd presta. Nú er vafamál hvernig líta beri á prestinn: Er hann embættis-
maður, sérfræðingur eða fagmaður? Ber að flokka hann sem yfirvald eða
setja hann í hóp með kennurum? Er hann meðferðaraðili, prédikari eða
helgitæknir? Ber honum að hafa skoðanir á þjóðmálum eða þegja um þau?16
Þannig mætti lengi spyrja en í nútímasamfélagi sem einkennist af verald-
legri menningu í stað trúarmenningar áður virðist presturinn vera í kreppu
og samfélagið í vafa um hvað það eigi að gera við hann milli hátíða ef ekkert
bjátar á.
Hér hefur verið leitast við að sýna að prestsímyndin er breytileg og mótast
af mismunandi guðfræði, sem og af félags- og menningarlegum aðstæðum
Ætíð vegur þó þungt sú staðreynd að þeir eru í einhverri merkingu
„atvinnumenn“ á sviði trúarinnar. Af þeim sökum er áhugavert að nota
prestinn og mynd hvers tíma af honum sem eins konar loftvog á stöðu hins
heilaga í samfélaginu. Hér verður leitast við að gaumgæfa hvort staðhæfingin
sem fram kemur í titli þessarar greinar stenst – en þar segir að ekki sé
pláss fyrir hið heilaga í samtímanum – eða hvort raunin sé hið gagnstæða.
Eins og fram er komið er litið svo á að skoða megi prestinn sem sérstakan
persónugerving hins heilaga, trúarinnar og kirkjunnar. Hér verður því spurt
hvaða ímynd af prestinum og hlutverki hans sé miðlað í fjórum íslenskum