Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 21
„… þa ð e r e i n s o g s é e k k e rt p l á s s f y r i r h e l g i í n ú t í m a n u m …“ TMM 2015 · 3 21 nútímaskáldsögum og í því skyni að leita svara við spurningunni hvort og hvernig þær miðla reynslunni af hinu heilaga. Frá upphafi nútímalegrar, epískrar raunsæislegrar skáldsagnaritunar hér á landi hafa prestar komið við sögu. Fyrstan má þar telja séra Sigvalda í Manni og konu (1867) Jóns Thoroddsens og er þar á ferðinni skopádeila á prestastéttina.17 Við harðari tón kveður hjá Þorgils gjallanda (Jóni Stefáns- syni) sem deilir mjög á presta fyrir tvöfeldni og ágirnd. Kemur þetta einkum fram í sagnasafninu Ofan úr sveitum (1892).18 Frægasti prestur í síðari tíma bókmenntum er án efa séra Jón Prímus í Kristnihaldi undir jökli (1968) eftir Halldór Laxness.19 Allt fram undir þetta var þó hinn klassíski sveitaprestur á ferð. Hér verður sjónum aftur á móti beint að prestinum í nútímanum ef ekki í borg þá að minnsta kosti þéttbýli. Skáldsögurnar sem fengist er við eru valdar nokkuð af handahófi. Byggist valið því ekki á kerfisbundinni leit að hinum dæmigerða presti í íslenskum nútímabókmenntum né heldur „athyglisverðustu“ prestsímyndinni. Mikil- vægar prestsímyndir gætu því hafa orðið utanveltu. Þessari grein er enda ekki ætlað að vera tæmandi rannsókn á viðfangsefninu heldur er hún miklu fremur hugsuð sem tilraun (essai) sem leitt geti til umfangsmeira rann- sóknarverkefnis. Sögurnar sem hér er byggt á eru þessar: Efstu dagar eftir Pétur Gunnarsson (f. 1947) en hún kom út 1994, Vetrarferðin eftir Ólaf Gunnarsson (f. 1948) frá 1999, Náðarkraftur eftir Guðmund Andra Thorsson (f. 1957), útgefin 2003, og Englaryk Guðrúnar Evu Mínervudóttur (f. 1976) frá 2014.20 Hér er aðeins fjallað um prestinn í viðkomandi sögum en ekki sögurnar í heild eða alla umfjöllun þeirra um hið heilaga eða trúna. Því kunna prestar sem í raun eru aukapersónur að fá önnur stærðarhlutföll í þessari grein. Séra Símon Flóki í Efstu dögum Efstu dagar Péturs Gunnarssonar er öðrum þræði (stór)fjölskyldusaga og „blokkarsaga“ þegar á líður.21 Þó er hún fyrst og fremst þroska- og lífs- saga prestsins séra Símonar Flóka, frá barnæsku og þar til hann tekur að hjarna við á ótímabærum banabeði. Hann er því tvímælalaust aðalpersóna sögunnar. Að því leyti skipuðu Efstu dagar á sínum tíma sérstöðu líkt og Englaryk Guðrúnar Evu Mínervudóttur tuttugu árum síðar en í báðum sögunum eru trúartengd viðfangsefni í sögumiðju. Símon Flóki gæti verið jafnaldri höfundarins. Sagan spannar því síðari hluta 20. aldar en prests- sagan hefst á 8. áratugnum. Um tvítugt er Símon Flóki óráðinn. Andlegur þroskaferill hans helst í hendur við þann félagslega. Vera, síðar lífsförunautur hans, vekur hann til bókmenntalegs áhuga og fæðing eldri dótturinnar skapar festu í lífs- stefnuna. Guðspjöllin í frönskum kiljuútgáfum og „Mattheusarpassía“ (Il vangelo seccondo Matteo, 1964) Pier Paolo Pasolinis vekja hann til vitundar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.