Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 22
H j a l t i H u g a s o n 22 TMM 2015 · 3 um hinn hvassa, róttæka Krist. Í hassvímu verður hann fyrir trúarlegri (of) skynjun er Kristur krossfestur í kórglugga í kirkju heilags Albans í Kaup- mannahöfn ávarpar hann með orðunum: „Jeg er vejen, sandheden og livet“. (98)22 Heimshöfnunarþanka í anda Imitatio Christi (um 1420) eftir Tómas á Kempis sem fylgja í kjölfarið ber þó líklega fremur að skilja sem örvæntingu út af ástarsorg þegar uppstytta verður í sambandi hans við Veru. Flóki vígist um það leyti sem núverandi messuform þjóðkirkjunnar gekk í gildi (1981) og kemur þá fram sem lágkirkjulegur siðbótarprestur: Flóki snerist öndverður gegn þessari vélrænu nýskipan og þótti hún trufla helgina fremur en hitt. Hann skirrðist líka við að klæðast hempu og pífukraga, stæling á einkennisbúningi aðalsmanna frá 16. öld. Bað um að vera ekki „séraður, afbökun á „sir“. Minnti á hvernig til embættisins var stofnað í upphafi. Sjómenn, smiðir, toll- arar – menn af holdi og blóði – órakaðir og sveittir í önn dagsins. (120) Síðar á hann þó eftir að snúast til harðrar varnar fyrir hina brothættu helgi kirkjuhússins er hljóðmaður sjónvarpsins sýnir því ekki meiri virðingu en svo að opna þar kókdós með smelli sem magnast í tómu skipinu. Flóki verður loks fyrir nýrri vitrun í Skógarhlíðinni sem verður „[…] á sinn hátt vegur hans til Damaskus.“ (122)23 Þar opinberast hversdagurinn Flóka og spyr hvers vegna hann vanræki sig: Áðan hafði umferðin bundist samtökum um að hindra hann í að komast leiðar sinnar – adrenalíninnspýtingarnar hefðu dugað heilli herdeild. Nú naut hann þess að aka í rólegheitum sömu leið til baka. Ótal smáatriði sem hann dundaði við að veita athygli: gæsir í oddaflugi, starrar á loftneti, dansandi plastpoki – en upp frá götunni risu Bláfjöll svo hvít, „hvítari en nokkur þófari fær gert“. (122–123)24 Þarna leiðir trúarleg opinberun til nýrrar gjörhygli, núvitundar og ofur- skynjunar á hinu hversdagslega umhverfi Símonar. Í kjölfarið fylgir ró, festa og sátt milli prestshlutverksins og amsturs hverdags- og heimilislífs sem áður rákust á. Allt vefst saman í heildstætt munstur eins og fram kemur í einni þekktustu senu bókarinnar sem gerist í stiganum í „Alkablokkinni“ þar sem Flóki býr: Mikið kann ég illa við að sjá prestinn taka stigann, sagði fullorðin kona um leið og hún skáskaut sér fram hjá Flóka sem kraup með skúringafötu og tusku. Hví þá? Prestar eru bara eins og fólk er flest. Guðsmaður! Þessar hendur sem dýft er í vígt vatn – að sjá þær í skólpinu. Ég er nú með gúmmíhanska þegar ég skúra, maldaði Flóki í móinn. Aftur á móti þegar ég skíri … Já, það er eins og sé ekkert pláss fyrir helgi í nútímanum, greip konan við orði um leið og hún hvarf niður stigann. (145–146) Að lokum virðast trú og guðfræði Símonar Flóka standa traustum fótum er mest á reynir og dætur hans ásaka Guð fyrir að leyfa allt bölið í heiminum meðal annars að því er virðist ólæknanlegan sjúkdóm hans sjálfs:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.