Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 30

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 30
H j a l t i H u g a s o n 30 TMM 2015 · 3 Þá lýsti hún því takmarki sem áheyrendur hennar eru kallaðir til, það er að verða fullkomnir: Kannski er sá fullkominn sem nær því að fullnast, verða algjörlega hann sjálfur eða hún sjálf, ótrufluð af áreiti auglýsinga, tísku, markaðsátaka og hvað þetta heitir nú allt saman í nútíma ærustunni – nær því að verða það sem honum eða henni var ætlað, tekst að láta þetta fræ, þetta litla og næstum því ósýnilega fræ sem býr innra með okkur – og er Guðs fræ – spíra og róta sig og blómgast og lifa sitt skeið og deyja sínum dauða … (77) Þessa guðfræði tjáir hún í predikunum sem eru fullar af spaugilegum afbök- unum á gömlum spakmælum, mismælum og orðfyndni sem hún leggur út af með lipurð en íhaldssömum þykir jaðra við smekkleysi og guðlast. Fólkið í söfnuðinum veit þó að hún er raungóð. Hún gefur því bros og minnir það á að Jesús fylgist með þeim, lifir með þeim, elskar þau og hefur dáið fyrir þau. Annars stendur Katrín á milli tveggja andlegra heima, hinnar jarðbundnu, skynsamlegu og sósíalísku útleggingar sinni á kenningu kirkjunnar og heims „móra, skotta og skrípa“, en síðari daginn í Náðarkrafti hellist óvelkomin skyggni yfir hana líkt og fyrirboði einhvers ógnvænlegs eða ef til vill aðeins breytingaskeiðs en fram að fyrstu blæðingum hafði hún verið skyggn. Hún berst þó gegn þessari afhjúpun hins dulda: „Hún varð að vera heil. Hún varð að finna jafnvægi heimsins í blóði sínu. Hún varð að finna náð Drottins í lyftum höndum sínum“. (87) Séra Katrín persónugerir hið heilaga með návist sinni. Hún er gyðja. Með veru sinni miðlar hún nærveru æðri heims. Hún á stærstan þátt í að stund verður góð. Lífsorka hennar er náðarkraftur. Hún snertir hið hverdagslega, daufgerða, litlausa og glæðir það nýjum lit og tóni. Návist hennar skapar núvitund með þeim sem eru í kringum hana. Hún miðlar þeirri vídd sem séra Símon í Efstu dögum og Alma í Englaryki skynja. Nærvera hennar virkar líkt og sakramenti þar sem hún sjálf, líkami hennar og persónuleiki, er brauðið og vínið.31 Séra Hjörtur í Englaryki Englaryk Guðrúnar Evu Mínervudóttur hefur sérstöðu í íslenskri skáld- sagna gerð síðari ára vegna þess hve stórt hlutverk trúarlega tengt efni hefur í sögunni, að minnsta kosti fyrri hluta hennar. Þar er fjallað um hvað gerist ef einhver, í þessu tilviki Alma Boulanger, telur sig hafa verið í beinni snertingu við hið heilaga. Í upphafi sögunnar mætir hún Jesú suður í Cádiz þar sem hann er klæddur bleikum kjól og gráblárri skikkju, umlukinn reykelsisangan og lykt af þurrum sandi. Í bókarlok sér hún hann aftur en þá í þéttsetnum samkomusal heima í Stykkishólmi. Í bókinni er glímt við spurninguna hvernig beri að meðhöndla slíka reynslu. Getur læknir eða sálgreinir hjálpað þegar foreldrunum hefur mistekist að vinda ofan af hugdettunni? Í sögunni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.