Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 32

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 32
H j a l t i H u g a s o n 32 TMM 2015 · 3 Það var svo greinilegt að hann var ófrjáls gagnvart henni, og það var bæði ógn- vekjandi og fullkomlega heillandi að fylgjast með honum hrista hlekkina uppi við púltið. (46) Hjörtur freistar þess að „afmytólógísera“ vitrun Ölmu.33 Annað væri líklega óábyrgt bæði af guðfræðilegum og sálgæslulegum ástæðum þó að ætíð sé álitamál hve langt skuli gengið í þá átt. Hvers vegna hefði Jesús átt að vitja hennar sérstaklega sem ber þess engin merki að vera dulhyggjumanneskja eða „mystíker“? Til þess var vitrun hennar líka full úthverf og hlutlæg þótt hún tæki síðar sjálf að efast um fyrstu viðbrögð sín og „innhverfa“ reynsluna. Trúarlífssálarfræðin á líklega erfitt með að viðurkenna beina Jesú-reynslu annarra en slíkra „sérfræðinga“ í trúnni enda öðlast þeir almennt reynslu sína eftir langvarandi iðkun og þjálfun í trúarlegri skynjun. Trúarskilningur Hjartar er raunsæislegur og gengur út á að „efinn sé tvíburi trúarinnar“. (45) Biblíusýn hans er líka sögulega gagnrýnin eins og flestra lútherskra nútímaguðfræðinga þar sem hann gengur út frá að ekki sé „[…] víst að [Jesús] hafi sagt allt sem hann er látinn segja í Biblíunni og það [sé] ekki víst að hann hafi meint allt bókstaflega sem hann sagði.“ (46) Í glímu Hjartar og Ölmu takast því á atvinnu- og fagmaður og sú sem byggir á brjóstvitinu. Að baki kann og að búa kynslóða- og kynjamunur. Bæði skaddast þau í glímunni. Hjörtur niðurlægir sig, kirkju sína og trú hennar ekki síður en trú Ölmu þegar hann afneitar þessu öllu frammi fyrir fermingarbörnunum og missir þar með (kenni)vald sitt – og gerir sér það ljóst. Þetta gerist þegar Alma stendur föst á því – þó ekki meira en að „halda“ – að Jesús hafi bara sagt það sem hann meinti en Hjörtur skýtur föstu skoti: Ég veit að þú heldur það, enda ertu margsinnis búin að koma þeirri skoðun þinni á framfæri. En nú skal ég segja þér eitt sem flestir gera sér grein fyrir þótt þeir hafi ekki endilega hátt um það: Það kemur engum öðrum við hvaða hugarleikfimi maður notar til að halda sálarþrekinu eða hvernig maður persónugerir viss öfl í sálarlífinu, hvort maður lætur sér nægja að trúa því að lífið hafi táknræna andlega merkingu eða þykist sannfærður um að Guð og Jesús séu sveimandi um allt í hvítum kuflum. Það er einkamál. (47) Túlkun sína á leyndardómi trúarinnar sækir Hjörtur þannig augljóslega til sálgreiningar. Guðsmynd hans er fyrst og fremst persónugerving á duldum öflum sálarlífsins sem of þungbært er að takast á við öðruvísi en í mynd persónugerðra, ytri fyrirbæra, það er í mynd Guðs eða Guðssonar. Með orðum sínum berháttar hann bæði sig og Ölmu frammi fyrir öllum börn- unum: Hver eru þau öfl sem bærast í sálardjúpi hennar en ekki hinna og kalla á svo ýkta persónugervingu? Og hver og hvernig er hans guð? Á myrkri nóttu horfist Hjörtur þó í augu við orð sín og gjörðir og játar fyrir „skriftaföður“ sínum á kránni:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.