Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 33
„… þa ð e r e i n s o g s é e k k e rt p l á s s f y r i r h e l g i í n ú t í m a n u m …“ TMM 2015 · 3 33 Það móðgast enginn út af smá guðlasti. […] Nei, það var bara ég sem fékk áfall þegar ég áttaði mig á að ég var í raun að segja þeim að Guð væri ekki til og að það væri óviðeigandi að viðra þá skoðun að hann væri til. Mér fannst ég hafa opinberað að trú mín væri ekki annað en hugarfró og starf mitt hálfgert búningadrama. Ég reyndi að biðja; ég bað fram á morgun en fann ekki sannfæringuna og að lokum var ég orðinn svo örvinglaður að ég tók þá ákvörðun að skila hempunni og fá vinnu hjá bróður mínum sem er pípulagningameistari. (60) Hjörtur er þó ekki stærri í sniðum en svo að þessari glímu hans lýkur eftir morgunsturtu og bolla af kaffi enda starf hans og lífsframfæri að veði. Að því leyti er hann líklega ekki óraunsæislega mótaður af Guðrúnu Evu skapara sínum. Annars verður tæplega sagt að hið heilaga eða trúin í eiginlegum skilningi sé umfjöllunarefni Englaryks. Vissulega kemur Jesús við sögu og setur strik í reikninginn hjá Boulanger-fjölskyldunni og Ölmu þegar hún freistar þess að feta í fótspor hans meðal hinna fyrirlitnu í Hólminum. Sjálf er hún framan af of viss um reynslu sína til að hún takist á við hana. Alma og reynsla hennar knýja fjölskylduna eða umhverfið heldur ekki til trúarglímu nema þá ef til vill Hjört. Alma er sjúkdómsvædd og reynt er að lækna hana. Englaryk er fyrst og fremst þroskasaga tánings þar sem togstreita, sjálfssköpun og „upp- reisn“ kynþroskaskeiðsins beinist inn á nokkuð sérstæða braut í íslensku samhengi. Hugsanlega er það þess vegna sem höfundur staðsetur söguna í kallfæri við kaþólska trú þótt Alma sé eigi að síður að búa sig undir lútherska fermingu. Sá eini sem glímir í raun við trú sína í sögunni er séra Hjörtur sem lýsir starfssjálfi sínu og prestsímynd svo: Ég hef alla tíð litið svo á að í trúlausu samfélagi væri það mitt hlutverk að trúa fyrir fjöldann. Það væri vinnan mín að hvíla öruggur í trúnni; til að fólk geti hallað sér að mér tímabundið þegar þörf er á. Trúað gegnum mig, ef svo má segja. – – – Hlutverk mitt sem prestur, úr því að ég get ekki verið beinn tengiliður við guð- dóminn af því að ég skil hann ekki, sjáðu til, og enn síður eftir guðfræðinámið … en hlutverk mitt, altso, er þá að hjálpa fólki að beina tilbeiðslu sinni í átt að háleitari gildum. (61) Annars staðar túlkar hann hlutverk sitt svo að það sé […] að vera huggari, sá sem býr tilfinningum fólks siðaðan ramma og hefur umsjón með seremóníum. Hver segir að ég geti ekki gert gagn án þess að vera endilega brennandi af trúarsannfæringu? Sannfæringin er kannski einmitt hlutskipti unglingsins. Lífið dregur tennurnar úr vissunni og við því er ekkert að gera. Enda er gott og eðlilegt að efast, eðlilegt mannlegt ástand að vita ekkert fyrir víst. (63, sjá og 229)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.