Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 36
H j a l t i H u g a s o n 36 TMM 2015 · 3 hið „stóra, trúarlega“ heilaga hefur að miklu leyti misst merkingu sína í menningunni og samfélaginu. Í Náðarkrafti kemur hið heilaga einnig vel fram. Það verður sýnilegt í góðri samveru fjölskyldu á góðri stund. Að því leyti er um hið „litla“ heilaga að ræða. Raunar opinberast hið heilaga þó ætíð þegar Katrín horfir á fólkið sitt eða orkar á umhverfið með nærveru sinni. Þá verða litirnir skærari og tónarnir hreinni. Katrín miðlar þar með líka hinu „stóra“ heilaga með nær- veru sinni. Einnig hér má líta svo á að átt sé við hið „veraldlega“ heilaga. Þó er alls ekki víst að þar með sé öll sagan sögð. Náðarkraftur er á margan hátt ljóðræn saga sem tekur ekki alltaf af skarið. Vel má því líka skynja hið „stóra“ heilaga í návist Katrínar. Í Vetrarferðinni er hið „stóra“ og „trúarlega“ heilaga loks sterkt inni í myndinni í trúarátökum margra sögupersónanna, einkum Sigrúnar og séra Ásgríms. Þegar að prestshlutverkinu kemur er ljóst að prestarnir Katrín í Náðar- krafti og Hjörtur í Englaryki gegna milligönguhlutverki en á mjög mis- munandi veg. Milligönguhlutverk Katrínar er „sakramentalt“. Hún miðlar hinu heilaga með nærveru sinni. Hjörtur er á hinn bóginn nokkurs konar staðgengill safnaðarins frammi fyrir Guði. Hann trúir – eða efast – fyrir söfnuðinn og söfnuðurinn í gegnum hann. Í tilviki hans er trúin líka full- komlega hugræn, innhverf, persónuleg afstaða, einkamál og feimnismál líkt og raunin er í nútímanum. Prestsímyndirnar sem greina má í skáldsögunum fjórum eru ólíkar. Hjörtur er sviplítill og sveiflast milli trúar og efa. Ásgrímur er kaldhamraður en brotnar í glímunni við trú sína og verk. Símon er sympatískur, tekst á við prestshlutverkið og vex inn í það. Katrín er heilög. Hún ein kemur raunar fram sem persónugervingur hins heilaga í skáldsögunum sem fjallað er um. Hér hafa prestarnir þó allir verið skoðaðir út frá því sjónarhorni. Tilvísanir 1 Pétur Gunnarsson, Efstu dagar. Skáldsaga, Reykjavík: Mál og menning, 1994, bls. 146 2 Mögulegt er að skilgreina hið heilaga á mismunandi vegu. Trúarlífssálarfræðingurinn Owe Wikström (f. 1945) hefur sagt að hið heilaga nái yfir þau fyrirbæri í ytra, menningarlega umhverfi mannsins sem og í persónulegum hugarheimi hans sem miðla og viðhalda reynslu hans af því sem ekki má saurga, er leyndardómsfullt og hlaðið og sem hann hverfur stöðugt til og skapar sér tákn yfir og helgisiði til að nálgast. Hann byggir m.a. á hugmyndum trúar- bragða- og guðfræðingsins Rudolf Otto (1869–1937) um hið heilaga eða „numinousa“ sem sé í senn ógnvekjandi og huggandi sem og trúarbragðafræðingsins Mircea Eliade (1907–1986) sem taldi hlutverk helgisiða vera að gera manninum kleift að skynja sig sem hluta af yfirjarð- neskum, heilögum heimi (kosmos). Owe Wikström, Om heligheten. Helighetens envisa vägran att försvinna. Religionspykologiska perspektiv, Stokkhólmi: Natur och kultur, 1997, bls. 19–20. 3 „Tíu atriði til að tryggja trúfrelsi og jafnrétti“, sidmennt.is, 16. október 2014, sótt 7. janúar 2015 af http://sidmennt.is/2014/10/16/tiu-atridi-til-ad-tryggja-trufrelsi-og-jafnretti/. Þess skal getið að 125. gr. almennra hegningarlaga tekur á því sem áður kallaðist guðlast. Þar er kveðið á um málshöfðun og refsingu fyrir að draga „[…] opinberlega dár að eða smána[r] trúarkenningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.