Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 88
88 TMM 2015 · 3 B ó k m e n n t a h á t í ð Börnin sem alast upp við Netið eru afkvæmi hnattvæðingarinnar og sjálfs- mynd þeirra er miklu laustengdari eigin upprunamenningu, jafnvel þótt uppeldi og skólakerfi eigi stóran þátt í að móta þau innan þess þjóðernislega ramma einmenningar sem þróaðist á nítjándu öld og náði hápunkti sínum á þeirri tuttugustu. Menningarneysla þeirra í kvikmyndum, sjónvarpi og tölvum veldur því að þau mótast við allt aðrar fyrirmyndir og hugmyndir en við sem náð höfum miðjum aldri og fengum erlend áhrif síuð að miklu leyti í gegnum þýðingar og aðlaganir erlendra menningaráhrifa. Að sumu leyti eru þau líka eins og innflytjendur sem hafa lagað sig að menningu nýja landsins en geyma innra með sér einhvern kjarna úr hinu gamla. Homi Bhabha hefur fjallað um stöðu innflytjandans í bók sinn The Location of Culture og ber hana saman við þýðingu; dæmið sem hann tekur úr Söngvum Satans eftir Salman Rushdie speglar hann m.a. í hugleiðingum Walters Benjamins í ritgerðinni frægu „Die Aufgabe des Übersetzers“ eða „Verkefni þýðandans“ eins og hún heitir í íslenskri þýðingu.9 Bhabha segir að hin þversagnarkennda „mæratilvist (e. liminality) innflytjandans [sé] ekki síður umskipta- en þýðingafyrirbæri; í því felst engin niðurstaða vegna þess að bæði eru sameinuð í eftirlífi (e. survival) innflytjenda.“10 Þennan skort á niðurstöðu (e. irresolution) finnur Bhabha í ofangreindri grein Benjamins um þýðingar þar sem hann fjallar um óþýðanleika eða þann þátt viðnáms „í ummyndunarferlinu sem er ‚eðliskjarn[i] [þess] sem ekki verður þýtt.‘“11 Það verður alltaf eitthvað af frumtextanum eftir í þýðingunni sem ekki er hægt að breyta og sama má segja um tilvist innflytjandans, óháð því hversu vel hann eða hún hefur aðlagast nýju landi og nýjum siðum. Málið er enn flóknara þegar innflytjandinn snýr aftur eins og lýst er í Everyday is for the Thief, því þá hefur orðið til í raun tvöfaldur „eðliskjarni“: í fyrsta lagi sá sem á sér rætur í nígerískri fortíð sögumannsins og í öðru lagi sá sem hann rótfesti í sjálfi sínu í nýja heimalandinu. Þess vegna eru við- brögð hans svo sterk þegar hann kemur til Nígeríu aftur eftir 15 ára fjarveru. *** Í Open City kynnumst við, eins og áður sagði, geðlækninum Juliusi (sem einnig heitir Olatubosun á Yorubamáli) þar sem hann flandrar fyrst um götur New York borgar og veltir fyrir sér lífinu og tilverunni; þetta er vel menntaður maður og lesinn, hann hefur á takteinum ýmis þekkt nöfn skálda og heimspekinga sem hann er þó ekkert að velta sér upp úr, hann er mikill aðdáandi klassískrar tónlistar, einkum þó Mahlers, hann er einhvern veginn afkvæmi evrópskrar hámenningar sem getur þó sett sig í spor „bræðra“ sinna í Harlem og raunar margra annarra. Um leið er hann einhvern veginn fjarlægur í frásögninni, hann er áhorfandi sem greinir fólk og umhverfi með sjónlýsingu sinni. Þráður sögunnar er samt sem áður margþættur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.