Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 104
G u ð m u n d u r S . B r y n j ó l f s s o n 104 TMM 2015 · 3 áhrærir er orðið gervitungl nánast nýtt í málinu þegar þarna er komið sögu,1 en það felur í sér mjög öfluga andstæðu þar sem tungl er í hugum fólks eins ekta náttúrulegt fyrirbrigði og hugsast getur. En skáldið lætur sem ekkert sé og dvelur undir gervitungli rétt eins og náttúrubarn sem stendur úti í tunglsljósi. Heiti bókarinnar vísar einnig til þess að ekki er allt sem sýnist í Sovétríkjunum; og einnig er rétt að hafa í huga að gervitungl voru gjarna tengd njósnum og ýmsu hernaðarbrölti sem Thor var alla tíð mikið í nöp við. Titillinn Regn á rykið er beinlínis leikur að andstæðum en um leið liggur í honum líknandi hugmynd – fyrir hvað gæti förumaðurinn verið þakklátari en að regnið væti vegrykið? Þarna kallast líka á pólarnir himinn og jörð og þá um leið Guð og maður sem leiðir okkur síðan á vit heilags Frans frá Ass- isi, sem Thor fjallar mikið um í bókinni. Svipir dagsins, og nótt er kannski margbrotnastur þessara titla. Fyrir það fyrsta eru augljósar andstæðurnar dagur og nótt en þarna býr fleira undir. Hverjir eru svipir dagsins? Andar á sveimi, andar liðinnar tíðar eða svipir næturinnar? Á raunsæislegan hátt má svara því til að svipir dagsins séu svipir þess fólks sem Thor mætir á ferðum sínum og nóttin þá einfaldlega hin svarta nótt, myrkrið sem Thor er stundum á ferð í, til dæmis í járnbrautarvögnum. En slíkur lestur er ekki við hæfi þegar ólíkindatólið Thor á í hlut – nærtækara er að líta til þess sem ekki blasir við í fyrstu. Eru ekki svipir dagsins frekar þeir sem gengnir eru, kannski fórnarlömb stríðsins sem er aðeins 15 ár í burtu og nóttin þá hin myrka Evrópa eftirstríðsáranna með öll sín sár? Sjálfur sagði Thor um þær þrjár bækur sem hér liggja til grundvallar: „Ég hugsa aldrei um þær sem ferðabækur. Svipur [sic] dagsins, og nótt er t.d. ekki skýrsla um túrisma eða landfræðilegar staðreyndir. Þetta er ein af aðferðum mínum til að átta mig á þeim heimi sem ég lifi í og hvar ég stend sjálfur í þeim heimi.“2 Segja má að skáletrunin mín í þessari tilvitnun sé þungaviktarskáletrun. Því hér er undirstaða Thors Vilhjálmssonar í heim- inum, í þeim raunheimi, en þó kannski enn frekar þeim handanheimi sem greina má í þessum bókum. Hér verður því haldið fram að þessar ferðabækur Thors innihaldi nokkuð sem ég kalla guðfræði Thors Vilhjálmssonar. Í skrifum Thors leynist tvíhyggja sem ekki verður skýrð nema sem ákveðin trú á, eða vitund um, eitthvað æðra handan við mannlega tilveru. Ágætt veganesti inn í þessa grein eru orð Þorleifs Haukssonar sem hann viðhefur um sögumanninn í bók Thors Fljótt fljótt sagði fuglinn: Allt tengist í andránni í huga hans, fortíð og nútíð, fornöld og samtími og tímalaus heimur listarinnar, og með því að fela allt þetta í sér fær lýsing hans víðari skír- skotun til einsemdar og lífsvanda hins vestræna manns á 20. öld.3 Hér tæpir Þorleifur á þáttum sem við fyrstu sýn virðast ekki sérstaklega sam- stæðir en eru það svo sannarlega þegar betur er að gáð, enda gera skrif Thors í því að binda þá saman. Þannig er andráin einskonar lím milli fortíðar og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.