Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Page 105
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“ TMM 2015 · 3 105 nútíðar og tímaleysis listarinnar. En líkt og í miðjum þessum seigfljótandi hugtökum tímans stendur maðurinn sem allt hverfist um, einsemd hans er dregin í efa, enda er hún ekki lífsvandi hans heldur hitt að hann skortir getu til að tengja sig við guðdóminn. Einsemd hans er blekking. 2. Undir guðlausu gervitungli En lengst var ég í þeim sal sem geymir milli 20 og 30 myndir eftir Rembrandt. [… ] Hvað er svona fallegt í myndunum eftir þennan hollenzka tréklossakall með ghetto- túrban á höfðinu? Ég veit ekki hvernig ég á að tala um þessar myndir. Þú stendur og horfir og veizt ekki fyrr en djúpin ljúkast upp og sem þú sjáir uppsprettulindir í sefa mannsins og nemir í senn bæði kjarnann og hismið í fegurð sem yfirstígur gleði og sorg og þó sérðu bæði gleðina og sorgina, manneskjuna sem guð sendi út í heiminn til að ganga um vegina, brjótast móti veðrunum og finna skjól í skúta, hvílast og hugsa um veðrið og finna kyrrðina, lifa og deyja með fögnuði og sársauka, deyja. […] Og gömul kona situr svartklædd á stól meðan minning um einhvern sem er ekki meir, minning frá því fyrir löngu um eitthvað sem einhverntíma virtist ekki vera hægt að lifa án, þessi minning sveiflar ljóskeri um hrjóstrugt næturlandslag í huganum og tauganístingur gigtarinnar er horfinn, birtan á andliti hinnar svartklæddu konu er sól sem fyrir löngu skein á barn að leik og hún heyrir í gömlum harmi sínum þá sem var hún að svara hlátri með hlátri, hún hefur ekki heyrt þennan hlátur til fulls fyrr en nú. Gömul kona svartklædd með hendur í skauti, situr á stól. Þetta, þó eru þessar myndir annað næst þegar þú kemur, meira, þær verða alltaf meira eftir því sem þú hefur gengið lengra sjálfur þinn eigin veg. Þú stendur þarna, enginn tími er til, það er ekkert til nema þessi mynd sem þú horfir á, og allur heimurinn kringum. Það er ekkert sem ekki er til.4 Thor lýsir sig í raun máttvana andspænis snilld hins hollenska meistara. Engu að síður gerir hann tilraun til yrðingar og sú tilraun leiðir hann þegar á vit óræðrar kenndar þar sem ekkert er í raun ljóst nema afdráttarlaus tvíhyggja, en þegar Thor sökkvir sér í myndlesturinn blasa við honum marg- víslegar tvenndir og málfar hans verður allt að því Biblíulegt. „[O]g veizt ekki fyrr en djúpin ljúkast upp“ minnir óneitanlega á þann atburð er Guð aflétti hinu mikla flóði.5 Uppsprettan og djúpið kallast á en einnig kjarninn og hismið, sorgin og gleðin, lífið og dauðinn. Og þá er svo komið, að sjá má „manneskjuna sem guð sendi út í heiminn til að ganga um vegina, brjótast móti veðrunum […] lifa og deyja með fögnuði og sársauka, deyja.“ Hér er komin í öllu sínu veldi einsemdin sem var Thor hvað hugleiknust í upphafi ferils hans, einsemd hlaðin tvíhyggju. Svo þverstæðukennt sem það hljómar verða tvíhyggjuhugmyndir Thors þegar sýnilegar í bókinni Maðurinn er alltaf einn. Tilvistarspurningar hans að loknu hinu hroðalega heimsstríði og með yfirvofandi atómsprengju kalla ekki á einsemd og böl, eins og svo oft hefur verið haldið fram6, heldur innlit í kjarna mannsins og heimsins þar sem skáldið nemur tvöfalt lag og niður- staðan er sú að maðurinn er alls ekki alltaf einn – hann er alltaf með sjálfum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.