Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 106
G u ð m u n d u r S . B r y n j ó l f s s o n 106 TMM 2015 · 3 sér: „Og þannig fara stöðugt um hina veglausu landslagslausu auðn tveir menn á tilgangslausri ferð: þú og líf þitt.“7 Í grein sinni „Heimurinn er alltaf einn“ strýkst Sigurður Pálsson hárfínt framhjá þeirri tvíhyggjuhugmynd sem hér verður haldið á lofti: Það er ekki endilega trúartilfinning sem ég finn hjá Thor; miklu fremur tilfinning fyrir ótrúlegum möguleikum mannsins til sköpunar og eyðingar og einnig til- finning fyrir fögnuðinum að meta dýrð hlutanna, njóta helgi þeirra; uppgötva helgi augnabliksins sem er eilífð á sama hátt og dropinn er líka úthaf.8 Ég kalla þetta tvíhyggju og ég finn nákvæmlega það sem Sigurður finnur „ekki endilega“. Hér er trúartilfinning sem er að vísu óræð en fær ekki dulist vegna þess að tveggja heima kraftur fylgir Thor – hversu oft var ekki sagt um hann að hann væri ekki maður einhamur, eða eitthvað í þá áttina? Í vestrænni hefð er eðlilegast að leita upphafs tvíhyggjuhugmynda í heim- speki Platons. Þar er annarsvegar hinn sjáanlegi og áþreifanlegi heimur þess sem er efnislegt, veraldlegt og breytingum háð, sá heimur sem maðurinn nemur í lífi sínu. Hinsvegar er hinn ósýnilegi heimur, hinn óáþreifanlegi heimur frummyndanna sem eru handan rúms og tíma, eilífar og óum- breytanlegar. Sjálf mannskepnan lýtur sjálf þessu tveggja heima lögmáli, hluti hennar er sýnilegur en annar ósýnilegur hluti lúrir undir og sést ekki, en hugur okkar getur öðlast um hann vitund.9 Heimspeki Platons þróaðist með tímanum í tvær áttir, annars vegar í þá sem kennd hefur verið við Gömlu akademíuna og hins vegar í átt til efahyggju.10 Hér er rétt að gefa gaum Gömlu akademíunni. Þær pælingar vörðuðu leiðina í átt að nýplatonisma eins og þann sem Plótínos11 stóð fyrir og ýmum gnóstísk-kristnum trúarhópum. Plótínos var ekki kristinn maður en ýmislegt í kenningum hans minnir samt á kristni og sú dulhyggja sem hann boðaði verður að teljast klassísk.12 Bent hefur verið á að margir aðrir hugsuðir síðari alda hafi leitað í þessa heiðnu arfleifð síðfornaldar. Þannig var Plótínos næsta óþekktur þangað til Marsilino Ficino þýddi verk hans Enneas á latínu undir lok 15. aldar.13 En Ficino var einmitt lærimeistari Giovanni Pico della Mirandola og því er mikilvægt að geta hans hér. Einkenni á gnóstík eins og hún birtist í árdögum kristni er afgerandi tvíhyggja.14 Skörp skil eru á milli hins efnislega og þess andlega í heims- myndinni. Hið efnislega er samkvæmt þessum skilningi illt; heimurinn er illur staður.15 Einn sameiginlegur lykill er þó að þessum gjörólíku sviðum – því andlega og hinu efnislega – en það er þekkingin: „Samkvæmt gnóstískum kenningum var Kristur mannkynsfræðari, sem gat veitt mönnum gnósis eða þekkingu um hag sinn og um leiðina til lausnar.“16 Og sökum þess að á báðum sviðum búa möguleikar til að þekkja hinn æðsta Guð þá á maðurinn þess einnig kost. Í þeirri þekkingu felst endurlausn mannsins – maðurinn þarf að öðlast þekkingu og hana getur Kristur veitt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.