Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 107
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“ TMM 2015 · 3 107 Heimurinn er í augum gnóstíkera afsprengi – ef ekki holdtekja – þekk- ingarleysis enda skapaður í fávisku og afhjúpar þannig óupplýst og ofbeldis- fullt afl. Skeytingarleysi þessa afls er sá andi sem ríkir í heiminum en hvorki skilningur né kærleikur. Lögmál heimsins eru því knúin af þessu afli en ekki guðdómlegri visku. Heimurinn markast því hið ytra af afli en innri gerð hans er fáfræði.17 Því hefur verið haldið fram að Blaise Pascal hafi á 17. öld fyrstur orðað hugmyndina um einsemd mannsins í alheimi í verki sínu Pensées: „Varpað út í takmarkalausan óendanleika alheimsins sem ég er grunlaus um, þar sem ég þekki mig ekki, sem ekki þekkir mig. Ég er hræddur.“18 Löngu síðar berg- málar Heidegger þessi orð á 20. öld í „Geworfenheit, „að hafa verið kastað“ sem fyrir honum er grundvallareðli Dasein, eigin upplifunar tilverunnar. Hugtakið er, að því ég fæ best séð, upphaflega gnostískt. Í skrifum gnóstíkera er þessi hugsun gegnumgangandi: lífinu hefur verið varpað inn í heiminn, ljósinu í myrkrið, sálinni í líkamann.“19 Í ljósi þess sem hér hefur verið rakið er fyrrgreindur texti Thors um Rem- brandtsmyndina afar athyglisverður, þegar hann ræðir um „manneskjuna sem guð sendi út í heiminn til að ganga um vegina, brjótast móti veðrunum og finna skjól í skúta, hvílast og hugsa um veðrið og finna kyrrðina, lifa og deyja með fögnuði og sársauka, deyja.“ Hver er hún þessi manneskja sem send er út í heiminn? Beinast liggur við að líta svo á að hér sé verið að tala um manninn, mannkynið. En af því að Guð er sérstaklega nefndur til sögunnar og af því að við tilheyrum hinum kristna menningarheimi þá er hér líka undirliggjandi hugmyndin um Jesú Krist. Í þeirri gnóstísku tvíhyggju sem var lýst hér að framan var mikilvægasti útgangspunkturinn sá að heimurinn væri illur staður; hið efnislega væri í eðli sínu vont. Mennskan er barátta í óvinveittum heimi. Orðið – eða tungu- málið, textinn í tilfelli rithöfundar – er baráttutækið sem maðurinn hefur og það vopn er honum lagt í hendur af Guði. Þessi afstaða er greinileg hjá bæði Walter Benjamin og Heidegger. Frammi fyrir Rembrandt og þeirri fegurð sem Thor skynjar í verkum hans verður hann orðlaus: „Ég veit ekki hvernig ég á að tala um þessar myndir“, segir hann. Hugmyndin um manneskjuna sem kastað er út í heiminn greinist í tvær áttir – önnur er sú sem lauslega var reifuð hér að framan og tengd Heidegger; hin fellur afar nálægt hugmyndum Walters Benjamin um tungumálið og tengingar hans þar að lútandi við Guð. Frammi fyrir verkum Rembrandts verður Thor orða vant. Hann horfir og skynjar eitthvað sem er samansett úr andstæðum og honum finnst sem hann nemi heildina, „kjarnann og hismið“ í fegurðinni. Fegurð sem er öllu æðri leiðir hann á vit guðdómsins og hann hugleiðir mennskuna í örfáum orðum, einsemd hennar, kyrrðina eða þögnina (the deep stillness) sem hann er sjálfur ofurseldur því hann fær ekki komið upp orði, fögnuðinn og sársaukann sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.