Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 110
G u ð m u n d u r S . B r y n j ó l f s s o n 110 TMM 2015 · 3 um Stalíngrad og eitthvað sem eitt sinn var öðlast nú fyllingu. Og fyllingin er svo fullkomin að henni hverfa meira að segja allar þrautir, lausnarinn hefur sest að í sál hennar, „hún hefur ekki heyrt þennan hlátur til fulls fyrr en nú“. Lestur Thors á konunni í þögninni er í fullu samræmi við það sem Sigurður Pálsson heldur fram um höfundarverk skáldsins: Allt verk Thors er vitnisburður um lestur mannsins á heiminum, lestur sem er óra- fjarri dogma og credo, trúarlegu, pólitísku, bókmenntalegu, vísindalegu dogma; lestur á hinu óendanlega smáa í hinu stóra samhengi maður-heimur, lestur laus við kreddur og gengur gegn deildarskiptingu heimsins í austur- og vesturkirkjuna og allar aðrar deildarskiptingar.30 Tvíhyggjan fellur fullkomlega undir það að vera hvorki dogma né credo – þvert á móti er hún á jaðrinum – en hún þiggur eitt og annað frá bæði kreddu og játningu, til dæmis hugmyndina um Jesú Krist sem bæði mann og Guð. Eins geta bæði kreddan og játningin fundið í tvíhyggjunni eigindir sem gera það að verkum að þær verða bærilegri og fleiri geta gengist undir þær. Þar má nefna sakramentisskilning sem gerir út á leyndardóminn og órætt eðli efnanna, sem í sjálfu sér er kredda, og sjá má að játningin þiggur af tvíhyggjunni þann möguleika að Kristur sé bæði maður og Guð – atriði sem lengi var deilt um og hefur í flestum játningum á sér yfirbragð mála- miðlunar.31 Þrátt fyrir þetta innlegg Sigurðar – og kannski einmitt þess vegna – tekur hann það sérstaklega fram að hann telji ekki að Thor sé trúmaður en bætir því svo við að það skipti ekki höfuðmáli.32 Konan í stólnum hefur lifað tímana tvenna, þá tíma sem ægðu Benjamin og líka óttann við yfirvofandi helsprengju. En konan er þögul á þessari stund fyllingarinnar og þannig talar hún paradísarmálið á nýjan leik, hina djúpu þögn (the deep stillness), sem innsiglar þá staðreynd að hún hefur meðtekið ákall síðasta guðsins og hvort hann er nær eða fjær fáum við ekki vitað – það eina sem við vitum er að konan var hér í heimi og þagði með Thor undir myndum Rembrandts. Þannig á þessi kona söguna alveg til jafns við alla sigurvegara, í fyllingunni er eignarrétturinn afnuminn og uppljómunin skýrir að endingu tilgang þess sem var – og þar er hún komin, „krýning reynsl unnar“. Seta þessarar gömlu konu í texta Thors er ekki einangrað tilvik, hún leiðir að niðurlagi textans: „Þú stendur þarna, enginn tími er til, það er ekkert til nema þessi mynd sem þú horfir á, og allur heimurinn kringum. Það er ekkert sem ekki er til.“ Og nú vitum við ekki lengur hvaða mynd Thor er að tala um. Það getur verið einhver af Rembrandt-myndunum sem hanga uppi í Vetrarhöllinni en það getur líka verið myndin sem hann hefur sjálfur sett á svið: myndirnar í salnum, konan í stólnum, hann sjálfur og þögnin. Hann gengur með öðrum orðum inn í orðræðuna sem aldrei verður, eins og hann vilji sætta þær and-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.