Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Qupperneq 111
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“ TMM 2015 · 3 111 stæður sem blasa við: listina sem kallar á orð, tjáningu og þögn sem helgast af því að fegurð myndanna er í hrópandi andstöðu við illsku heimsins þar sem ekkert er sem sýnist undir gervitungli. Málið dugar ekki í þetta sinn en upphafningin, sem er allt að því biblíuleg, greinir frá því að fegurðin muni duga, aftur og aftur, bæði Thor og gömlu konunni sem eitt andartak fær koss úr eilífðinni á andlitið í formi sólarljóss úr fjarska. Hinu messíanska augnabliki er enn á ný slegið á frest en vitneskjan um það, og anganin af því, sættir og jafnar hrikalegar andstæður í heiminum. Þetta skynja bæði Thor og svartklædda konan: „Það er ekkert sem ekki er til.“ Og nú rifjast upp að Benjamin hefur gengið svo langt að segja að ekkert sé, sem ekki eigi með einhverjum hætti hlut í málinu, því „að öllum er það eðlislægt að tjá hvað inni fyrir býr.“33 Thor er að greina söguna þegar hann lætur þess getið að sú myndlist sem hann sá áður en hann kom í Rembrandt-salinn hafi einungis verið undirbúningur fyrir að meðtaka snilld meistarans. Viljandi aftignar hann málarann með því að kalla hann „tréklossakall með ghettotúrban“ – allt er það liður í hátigninni sem koma skal. Þess vegna er líka konan gömul, svart- klædd og sitjandi – þannig öðlast hún fortíð sem verður að vera til staðar, því að „[f]ortíðin ber með sér leynilegt teikn sem leiðir hana á vit endurlausnar sinnar.“34 Guðleg skilaboð liggja í sögunni, fortíðinni. Óskir þeirra sem þá voru, námu þau skilaboð úr fortíð sinni og sendu til krýningar til vorra tíma, allra tíma. Þannig hefur „nú-tíminn“ að geyma eftirmyndir hins messíanska tíma, samþjappaðar.35 Á hverri stund er okkur gefinn „veikur messíanískur máttur sem fortíðin á kröfu til“36 segir Walter Benjamin. Hann á hér við það hlutverk okkar að uppfylla ritningar sögunnar því okkar var „vænst á jörðinni“. Mann- kynssagan verður að skoðast í samræðu – ekki með línulegri skimun eða upptalningu. Andartakið sem við lifum er birtingarmynd þrár eða óskar úr fortíðinni – þá birtingarmynd þarf að ræða og sá sem ræðir verður að gera sér grein fyrir því í hvaða stöðu hann er. Við lifum á plötuskilum sem núast endalaust og á þeim núningsfleti verður sagan til með vísun til framtíðar, í samtali við hið óorðna, í eftir- væntingu, í þrá, í von. Í tímans rás munu svo þessi „samtöl“ okkar eða von um að hugsanir okkar eigi sér framtíðarlíf verða tekin til umfjöllunar af einhverjum sem þá uppfyllir í andrá eða leiftri eitthvað sem svo enn og aftur er kastað til enn nýrrar framtíðar. Í þeim skilningi býr ekki einungis messíanskur máttur með hverjum og einum sem fyllir kynslóð, heldur er einnig vænst þess Messíasar sem þarf að koma til svo uppfylling megi verða. Þannig er Messías í væntingunni, í orðinu eða hugmyndinni, en um leið lifir vissan um hann sem guðlega persónu er muni koma. Endurlausnin er andartakið þegar uppljómunin verður, þá verður allt skiljanlegt og tilgangur alls verður ljós.37 Hér er greinilega á ferðinni hin gyðinglega hugmynd um að við verðum sífellt að endurnýja vonina um þann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.