Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 115
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“ TMM 2015 · 3 115 kunna að hegða sér á slíkum stað. Hann bendir á að þeir sem ekki kunna að haga sér kunni það ekki vegna þess að þeir skynji „ekki nema ytra gerfið“, en bætir síðan við: „og kannski ekki einu sinni það.“ Það sem hann á við er að það er tvennt að skilja og skynja; það er fleira í heimi en það sem virðist vera: There are more things in heaven and earth, Horatio, Than are dreamt of in your philosophy.52 En þarna liggur líka undir sú staðreynd sem Benjamin bendir á, að árunni hefur hnignað. „Fjöldinn hefur nú jafn knýjandi þörf fyrir að færa hlutina „nær“ sér bæði í landfræðilegum og mannlegum skilningi og að yfirvinna hið einstæða við hvern atburð með því að notast við eftirmynd hans.“53 Þetta er einnig ástæðan fyrir virðingarleysinu á helgum stöðum; eftirmyndin er þekkt og kyrrðin er óbærileg, því að henni hefur verið útrýmt hvarvetna. Þegar maðurinn helgar sér eitthvað þá tapar það helginni, líkt og gerðist þegar málið varð mannsins. Reynt er, með pílagrímsferð sem þessari, að komast að einhverjum kjarna, einhverju ósviknu, einhverju sem er en er þó ekki, því auðvitað er hvorki Frans frá Assisi þarna sjálfur né fylgismenn hans. Thor er ekki á þessum stað til að vitja manns heldur til að fylla upp í söguna, hafa uppi getgátur um ástæðu þess að hann (Thor sjálfur eða í það minnsta sögumaðurinn Thor) er þarna og af hverju þessi dulúð stafi. Óljóst er hvað það er nákvæmlega á svona stað sem krækir í mann, en það er þó greinilega eitthvað sem talar til okkar úr fortíðinni og tjáir eitthvað sem þá var hér og nú en er okkur nú þá og þar. Það er nákvæmlega þetta hér og nú sem Thor lýsir. Í lýsingu sinni er hann í leit „að hinum agnarsmáa neista tilviljunarinnar, hér og nú sem hefur brennt veruleikann inn í myndina; að finna hinn vart greinanlega stað í myndinni þar sem framtíðin hefur komið sér fyrir í löngu liðnu augnabliki“.54 Spennan í þessum texta Thors, sem fjallar beint um trúarbrögðin, um kaþólskuna, er af öðrum toga: „Í kaþólsku er margslungnasti loddaraskapur og tilbrigðaríkasti sem til er í kristni. En þar er líka dýrasta og dýpsta og fegursta sem til er í kristni.“ Hér glímir skáldið beint við veraldlegt svipmót kirkjunnar annars vegar, en hins vegar veltir hann upp dulúðinni sem hann telur greinilega liggja í djúpi þessara trúarbragða. Nákvæmlega þessir þættir togast á í texta Thors en hann hrífst af ákveðnum hluta kaþólskunnar og maður velkist ekki í vafa um hvað það er; það eru launhelgarnar: „En að hinu leytinu er fórnin, stríðið við hismið og leitin að hinum eilífa kjarna.“ Thor er þess meðvitaður að altarissakramentið hjá kaþólskum er messufórn þar sem litið er svo á að fram fari endurtekning á fórnardauða Krists. Fórnin, stríðið við hismið og leitin að hinum eilífa kjarna, þessar pælingar eru nátengdar hugmynd Thors um manneskjuna sem heldur út á vegina að kljást við veðrin. Hér er gagnlegt að taka aftur upp þráðinn frá því fyrr í þessari grein, komið er að því að vinna úr þeirri hug- mynd að sá sem kastað sé út á vegina sé Jesús Kristur.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.