Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Síða 116
G u ð m u n d u r S . B r y n j ó l f s s o n 116 TMM 2015 · 3 Til hvers er Kristi kastað út í heiminn og hvað kemur það Thor Vilhjálms- syni og Frans frá Assisi við? Þegar Thor kemur að helgum dómum Frans frá Assisi þá er hann að vitja einhvers sem er handan við hefðbundna skynjun mannsins. Hann viðurkennir þetta bæði þegar hann ítrekar í texta sínum hve mikil mystík sé á staðnum og þegar hann lítur hornauga þá sem ekkert skynja nema hismið. Jafnframt segir hann að leitin að hinum eilífa kjarna sé heillandi, svo og fórnin. Það er ljóst að Kristi var fórnað, það er með öðru inntakið í kristninni: „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“55 Og ennfremur: „Í því birtist kærleikur Guðs til okkar að Guð hefur sent einkason sinn í heiminn til þess að hann skyldi veita okkur nýtt líf.“56 Hér í Fyrsta Jóhannesarbréfi er einmitt áréttað að sonurinn hafi verið sendur í „heiminn“. En um leið og Guð sendir soninn í heiminn til þess í raun að fórna honum þá sendir hann fulltrúa sinn á vettvang, vegna þess að mað- urinn sem situr jörðina syndum hlaðinn vísar sjálfur til þess með veru sinni að eitthvað annað en hann og hið efnislega fái staðist. Þannig býr tvíhyggjan í raun í manninum. Þetta er einn helsti áhersluþátturinn í guðfræði þýska guðfræðingsins Karls Rahner, hann var kaþólskur og þótti innan þeirrar kirkjudeildar fara nýjar leiðir í samskiptum heimspeki og guðfræði.57 Rahner stóð föstum fótum í heimspekihefð Heideggers og því er nærtækt að máta hugmyndir hans hér.58 Hann er þeirrar skoðunar að í manninum búi eðlislæg trúarþörf og því sé hann opinn fyrir hinu yfirskilvitlega, Guði. Sá Guð sem maðurinn er opinn fyrir, segir Rahner, opinberast manninum í Jesú Kristi.59 Hér er auðvelt að setja Thor inn í hugmynd Rahners; hann er opinn fyrir mystíkinni og af því að hann er opinn fyrir henni miklar hann þýðingu þess að fara að helgum dómum Frans frá Assisi. Þannig gengur hann auðveldar inn í alla þá mynd sem dýrlingurinn hefur mótað og það fordæmi sem hann hefur sett. Þannig má segja að Frans frá Assisi mildi þá mótstöðu sem heimurinn hefur gegn Thor og Guði – hann opni sam- bandið þeirra á milli. Hugmynd sinni lýsir Rahner á þá leið að maðurinn og leyndardómurinn séu alls ekki andstæður heldur hvor um sig forsenda hins.60 Hitt er annað að af því að Guð er leyndardómur þá þarf maður- inn ekki alltaf að uppgötva Guð í Kristi – frá því er til að mynda greint í Lúkasarguðspjalli á mjög skýran hátt: Og svo bar við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók brauðið, þakkaði Guði, braut það og fékk þeim. Þá opnuðust augu þeirra og þeir þekktu hann en hann hvarf þeim sjónum. Og þeir sögðu hvor við annan: „Brann ekki hjartað í okkur meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?“61 Þarna er meira að segja blandað saman leyndardómi sakramentisins og leyndardómi guðleika Jesú Krists. En sakramentisskilningur Rahners er einmitt sá að kirkja Krists á jörðu sé í raun framlenging á honum í tíma og rúmi, í sögulegu og sýnilegu formi, að hún sé sakramenti eða náðarmeðal.62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.