Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2015, Side 117
„ H a g i ð y ð u r a ð h æ t t i f ö r u m a n n a“ TMM 2015 · 3 117 Einhver kynni að halda því fram að hér væri verið að kristna Thor Vil- hjálmsson, troða upp á hann einhverri trú sem hann hafi jafnvel sjálfur afneitað, þó svo hann hafi getað fallist á að eitt og annað í henni væri gott og blessað. En því fer fjarri og enn er Rahner gagnlegur, því hann telur að hjálpræði Guðs sé öllum opið burtséð frá átrúnaði og í því sambandi kemur hann fram með hugtakið „anonymous Christians“. Hugmynd Rahners er mjög mannúðleg, hann segir einfaldlega að það sé ekki boðlegt – miðað við boðskap Jesú Krists um að Guð geri ekki mannamun og hjálpræðið standi öllum til boða – að þeir sem ekki hafi haft tækifæri til að heyra fagnaðarerindið af margvíslegum ástæðum geti ekki öðlast hina eilífu náð.63 Þannig er vakandi sá möguleiki að sá sem kastað sé út í heiminn og þurfi að berjast í heiminum sé Kristur, en þá er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að Kristur var sendur í heiminn til að vera með manninum enda er maðurinn aldrei einn. Þó svo að Kristi hafi verið kastað út í veðrin þá útilokar það ekki, heldur þvert á móti staðfestir, að þangað var manninum einnig kastað „að lifa og deyja með fögnuði og sársauka, deyja“ – en aðeins um stund. Bæði Frans frá Assisi og Thor Vilhjálmsson feta, hvor með sínum hætti, í fótspor Krists í lífsafstöðu sinni. Thor var sem kunnugt er alltaf ófeiminn við að standa í veðrunum, hann var óhikað í framvarðarsveit þeirra sem háðu baráttu þeirra sem máttu þola, þannig fór hann að dæmi Frelsarans. Hér væri hægt að tilfæra fjölmörg dæmi um það hvernig Thor tók sér stöðu í fylkingarbrjósti þegar mannréttindi voru fótum troðin, þegar þurfti að biðja listamönnum, rithöfundum eða andófsfólki griða í baráttu fyrir betri heimi. En hér á eftir verður aðeins staldrað við eitt af baráttumálum hans: andófið gegn hernaðarbrölti. Thor var róttækur í alveg sérstakri merkingu, Ástráður Eysteinsson nær ágætlega utan um þetta harða hugtak og sambúð þess og Thors: Thor leysti þetta margþvælda orð: róttækur, úr álögum fyrir mér; skírskotun þess fékk nýtt líf í huga mér. Og jafnframt á þetta orð á ýmsan hátt vel við um Thor og verk hans. Það sem er róttækt fer djúpt undir yfirborðið, tekur um rætur eða undir- stöðu þess sem um ræðir og virðist fært um að hefja það fyrirbæri eða þá tilfinningu úr stað.64 Þannig býr í róttækni Thors klassísk þekking, söguleg vissa um það sem var og hugmynd um það sem koma skal. Að því leyti er hún í ætt við söguspeki Walters Benjamin og að þessu leyti er hún líka kristin; Kristur var róttækur, um það deilir fólk ekki, hvað sem líður áliti þess á kristni og kirkju. Thor nær að sameina í texta sínum um Frans frá Assisi þá mystísku upp- lifun sem hann verður fyrir við skrín dýrlingsins og harðdræga afstöðu sína gegn hernaðarhyggju, og atómsprengjuvánni. Í andófi Thors er mögnuð tvíhyggja vegna þess að í því er fólgin sú hugmynd að maðurinn hafi tekið sér guðlegt vald, eða öllu heldur tekið fram fyrir hendurnar á Guði. Hér er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.